Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 13
SVEITARSTJÓRNARMÁL 11 Ríkisskattanefnd og úrskurðir hennar. Ýmsir þeir menn, sem leitað hafa til ríkis- skattanefndar og óskað úrskurðar hennar í útsvars- eða skattamálum, svo og þeir, er slíkir úrskurðir hafa snert á einn eða annan hátt, hafa oftlega kvartað undan því, að erfitt væri að gera sér grein fyrir því, á hvem hátt eða með hvaða forsendum ríkisskatta- nefnd kæmist að þeirn niðurstöðum, er í úr- skurðum hennar fælust, því að bréf þau, sem frá nefndinni bærust, væru yfirleitt rnjög stuttaraleg. í þeim væri aðeins með tveirn- ur eða þrernur línum frá því greint, að nefnd- in hefði úrskurðað, að útsvarið skyldi óbreytt standa, eða hækka eða lækka um krónur þetta eða þetta, krafa væri ofseint fram komin og málinu því vísað frá o. s. frv. Þeir, sem hafa kært útsvar, t. d. til lækkunar, og talið sig hafa fært sterk rök fyrir réttmæti þeirrar kröfu, gætu ekki á einnar línu frásögn um synjun með neinu móti áttað sig á, hvaða veila lægi í rökstuðningi þeirra. Þar við bætt- ist, að þótt menn síðar ættu persónuleg viðtöl við ríkisskattanefnd eða starfsmenn hennar, væri mjög tafsamt að fá frekari skýringar, því að í fundargerðabók nefndarinnar væri úr- skurðurinn innfærður án forsenda, en minni brigðult og erfiðleikar á að fara yfir skatta- kærur og önnur skjöl til glöggvunar. Sveita- stjómarmenn hafa að sjálfsögðu einkum orð- ið fyrir óþægindum vegna forsendaskorts við úrskurði ríkisskattanefndarinnar. Af ofangreindum ástæðum samþ. fulltrúa- ráð Samb. ísl. sveitarfél. á sínum tíma tillögu í sambandi við væntanlegar breytingar á út- svarslögum um, að ákveðin skyldi vera í lög- um skylda ríkisskattanefndar um að gera í forsendum grein fyrir niðurstöðum úrskurða sinna. Mun fulltrúaráðið hafa álitið, að með slíkri greinargerð yrði auðveldara að átta sig á þeim reglurn, er ríkisskattanefnd byggði niðurstöður sínar á, og gæti það dregið úr samskonar kærum eftirleiðis og auðveldað störf þeirra manna, sem einkum hafa þessi mál með höndum. Því miður hefur ekkert slíkt ákvæði enn verið lögfest, en þörfin fyrir skýringar frá ríkisskattanefnd við uppkvaðningu úrskurða er jafnrík eftir sem áður. Þar við bætist, að vfirleitt er ekki unnt að koma að skýringum eða leiðréttingum við fram komnar kærur. Urskurðimir eru því iðulega kveðnir upp eftir einhliða frásögn og rökstuðningi annars að- ilans. Ríkisskattanefndin hefur því stundum alls ekki möguleika til að kveða upp úrskurði, sem hvíli á hlutlægri yfirsýn á málinu, þar sem aðeins annar aðilinn hefur tjáð sig um það. Þá virðist og ríkisskattanefnd hafa nokkra tilhneigingu til að vísa máli frá, ef hún telur eitthvað á skorta um rétt formsatriði, á kær- unum. Að sjálfsögðu verður að setja vissar reglur og tímatakmarkanir varðandi fram- komnar kæmr, en óþarfur naglaskapur um leit að formgöllum er næsta óviðfelldinn. Ríkisskattanefndin svo sem önnur yfirvöld og dómstólar er þó fyrst og fremst til þess

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.