Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 19
SVEITARST J ÓRNARMÁL 17 II. Oddvitafundur í Rangárþingi. Árið 1949, sunnudaginn 25. sept., var fundur haldinn í Hvolskóla á Rangárvöll- um. Til fundarins hafði boðað Sigfús Sig- urðsson, oddviti Hvolhrepps, alla oddvita Rangán'allasýslu. Mættir voru auk fundar- boðandans, fulltrúar frá eftirtöldum hrepp- um: Erlendur Árnason, oddviti Austur-Land- eyjahrepps; Ólafur Sveinsson, oddviti Vestur- Eyjafjallahrepps; Jón Gíslason, oddviti Vest- ur-Landeyjahrepps; Sigurþór Ólafsson, odd- viti Fljótshlíðarhrepps og Sigurbjartur Guð- jónsson, oddviti Djúpárhrepps. Sýslumaður Rangárvallasýslu mætti og á fundinum. Fundinn setti Sigfús Sigurðsson og fór nokkrum orðum urn tildrög að fundi þess- um. Taldi hann, að líta mætti svo á, að hér væri urn framhald að ræða á fundi þeim, sem oddvitar í Rangárþingi hefðu haldið með sér á s. 1. ári, og væri markmið hans að stuðla að frekari kynningu milli oddvitanna ásamt því, að þeir gætu frekar komið fram, sem ein heild í þeim málefnum, sem þeir sam- eiginlega þyrftu að sinna. Þá tilnefndi Sig- fús sem fundarstjóra Sigþór Ólafsson. Tók nú Sigþór við fundarstjórn og valdi hann Sigurbjart Guðjónsson til ritarastarfa. Þessu næst las fundarstjóri upp að nokkru fundargerð síðasta oddvitafundar og skýrði fyrir þeim fundarmönnum, er ekki höfðu setið þann fund. Tók hann sérstaklega fram, að útsvarslögin hefðu verið eitt veigamesta málið, sem fyrri fundurinn hefði haft til meðferðar. í tilefni af þeim umræðum og álvktunum er þar voru gerðar, hafði Sigur- þór skrifað stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga svo og framkvæmdarstjóra sambandsins Ei- ríki Pálssyni. Las fundarstjórinn upp bréf þau, er hann hafði sent, og ennfremur las hann upp langt og ýtarlegt bréf, er honum hafði borizt frá Eiríki Pálssyni varðandi út- svarslögin og ýmis önnur mál, er snerti sveitarstjórnir. Sigfús Sigurðsson þakkaði Sigurþóri vinnu þá, er hann hefði lagt fram fyrir þetta mál- efni. Bar hann síðan fram fyrirspurn um út- svarsskiptikröfur til sýslumannsins. En sýslu- maður svaraði. Þessu næst ræddi Sigfús um útsvarslögin almennt og flutti eftirfarandi tillögu: „Fundurinn skorar á Alþingi að breyta útsvarslögunum þannig, að skipting útsvara milli sveitarfélaga falli niður, nema um búferlaflutning sé að ræða.“ Nokkrar 'umræður urðu um tillögu þessa, Erlendur Árnason taldi að nokkur vand- kvæði kynnu að verða á um framkvæmd slíkrar tillögu. Ólafur Sveinsson lýsti sig samþykkan tillögunni og gerði jafnframt grein fyrir ýmsum þeim misfellum, er hanrt taldi að kæmu fram í útsvarslögunum og nefndi dærni til skýringar. Sigurbjartur Guð- jónsson lagði til, að útsvörum kaupfélaganna væri skipt á milli þeirra hreppa, sem að verzl- un þeirra stæðu. Sýslumaðurinn ræddi nokk- uð ýmis atriði útsvarslaganna og skýrði þau.. Þá greindi hann og frá tillögu, er sýslu- mannafundur hefði samþykkt, um að út- svarsskipti yrðu felld niður. Ofangreind tillaga Sigfúsar var síðan bor- in undir atkvæði og var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.