Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 23
SVEITARST JÓRNARMÁL 21 3- gr- Aftan við 12. gr. laganna komi svo hljóð- andi viðbót: Nú stundar gjaldþegn fasta atvinnu utan heimilissveitar og meiri hluti atvinnutekna hans stafar frá þeirri atvinnu, en útsvör verða talin hlutfallslega lægri í heimilissveit hans en í atvinnusveit, og getur þá atvinnu- sveit krafizt þess, þótt útsvari gjaldþegns sé ekki skipt, að hann greiði henni útsvar, sem nemur þeirri upphæð, er honum hefði borið að greiða í atvinnusveit umfram það, er hann greiðir í heimilissveit. Heimilissveit er skylt að innheimta útsvars- auka þennan, samkv. úrskurði yfirskatta- nefndar í umdæmi heimilissveitar, og standa atvinnusveit skil á honum. 4- gr- Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu útsvara 1950. * Töluliðir þeir, sem þama eru felldir úr gildi, fjalla um rétt á skiptum á útsvari, ef maður stundar atvánnu utan heimilissveitar í 3 mánuði og hlotið í laun a. m. k. 3000 að viðbættri vísitölu, eða ef maður er lögskráð- ur á skip í 3 mánuði og hefur hlotið í laun kr. 5000 að viðbættri vísitölu. Samkvæmt lögunum kemur réttur til kröfu um hluta af útsvari frá atvinnusveit undir þessum kringumstæðum ekki lengur til greina. Viðbótarákvæðið er fyrst og fremst sett inn í því skyni, að útiloka flutning á milli sveit- arfélaga vegna mishárra útsvara og fer vel á því. Á hitt má aftur benda, að sá maður, sem leita verður út fyrir sitt sveitarfélag eftir atvinnu, og þarf jafnvel að kosta ærnu fé til, getur með þessu móti orðið nokkuð hart úti í samanburði við samsveitunga sína, þar sem hann auk verulegs kostnaðar vegna atvinnu annars staðar verður og að greiða hærra útsvar. Væntanlega verður reglugerð sett um fram- kvæmd þessara laga til frekari skýringar. Fljótt á litið virðist til þess ætlast, að þegar sveitarstjórn hefur fengið upplýsingar um álagt útsvar utansveitarmanns, sem aflað hef- ur sér tekna í hennar umdæmi, og í ljós kemur, að það er hlutfallslega lægra í heim- ilissveit en atvinnusveit, þá geri hún kröfu til sveitarstjórnar heimilissveitar um útsvars- auka, en sveitarstjórn heimilissveitar sendir síðan kröfuna til yfirskattanefndar til úr- skurðar. Vel fer á því, að um leið og heimilissveit- inni et send krafa þá sé afrit af henni sent yfirskattanefnd heimilissveitar. 3. Lög um B/argráðas/oð. (Ni. 19 frá 1950.) Frv. fylgdi svohljóðandi greinargerð: „Bjargráðasjóður íslands var, svo sem kunn- ugt er, stofnaður með lögum nr. 45 1913, og skyldi hlutverk hans vera eins og segir í 1. gr. laganna: „til hjálpar í hallæri eða til að afsfyra því“. Lítið hefur lögum þessum verið brevtt frá því þau voru sett, en árið 1925 voru sett lög um heimild til að veita lán úr bjargráðasjóði, og eru það eins konar viðbótarlög við bjarg- ráðasjóðslögin. Þegar Bjargráðasjóður Islands var stofnaður 1913, var honum ætlað allríflegt tillag miðað við þess tíma aðstæður og peningagildi, 50 aurar á íbúa hvern í landinu, og skyldi ríkis- sjóður greiða helminginn, 25 aura, en sveit- arsjóðir hinn helminginn. Mun láta nærri, að slíkt gjald svari til um það bil kr. 2.50 nú frá hvorum þessum aðila. Ekkert hefur til- lögum til sjóðsins verið breytt í þau 35 ár, sem hann hefur starfað. Með lögum nr. 76 23. júní 1932, um bráða- birgðabreytingu nokkurra laga, var meðal ann- ars samþykkt að fresta framkvæmd 2. og 3. gr. laga nr. 45/1913, um Bjargráðasjóð ís-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.