Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 11
SVEITARST JÓRNARMÁL 9 Bæjarstjórn Húsavikur á fundi. lirejarstjórnarmenn talið frá vinstri: Ingólfur Helgason, Jóhann Hermannsson, Páll Kristjáns- son, Karl Kristjánsson, Helena Lindal, Þórir Friðgeirsson, Axel Benediktsson. Þá tók við oddvitastörfum Karl Kristjáns- son, sem þessar línur skrifar. Gegndi hann starfanum þangað til hin fyrsta bæjarstjórn var kosin. Hún var kosin, eins og áður Fyrsta segir, 29. janúar 1950. Hana skipa ettir stafrotsroð Husavikur. 1 talið: Axel Benediktsson, skólastjóri. Helena Líndal, frú. Ingólfur Helgason, trésmíðameistari. Jóhann Hermannsson, sjómaður. Karl Kristjánsson, alþingismaður. Páll Kristjánsson, skrifstofumaður. Þórir Friðgeirsson, gjaldkeri. Bæjarstjórnin hélt fyrsta fund sinn 31. janú- ar. Hann var haldinn í Samkomuhúsi bæjar- ins. Húsið var þéttskipað áhevrendum. Fund- urinn fór virðulega fram. Aðsend heillaóska- skeyti til hins nýja bæjarfélags voru lesin, og þessara tímamóta í sögu byggðarinnar minnzt með ræðum. Bæjarfógetinn, Júlíus Havsteen, sem einnig er sýslumaður Þingeyjarsýslu, flutti bæjar- stjóm og bæjarfélaginu árnaðaróskir sýslu- nefndar og sýslufélags. Forseti bæjarstjórnar var kosinn Karl Kristjánsson. Varaforseti Axel Benediktsson. Á þessurn fundi tók Karl Kristjánsson, sam- kvæmt ósk fundarins, einnig að sér bæjar- stjórastarfið, „a. m. k. til 1. október n. k.“ Hvað segja gestir um Húsavík? Það heyrast oft vingjarnleg orð urn Húsavík frá fólki, sem þar hefur átt leið urn. Margir ferðamenn dást að hinni „nóttlausu voraldarveröld" þar, þegar mið- nætursólin skín.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.