Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 9
SVEITARST JÓRNARMÁL 7 Húsavik um 1900. í Gagnfræðasicola, sem er rekinn þar nú í samræmi við nýjustu skólalöggjöf lands- ins. Iðnskóli hefur verið í Húsavík — öðru hvoru — síðustu ár eftir því sem heimaþörf hefur eftir kallað. Almenningsbókasafn, sem stofnsett var urn 1890, er rekið í Húsavík. Hefur öll Suður- Þingeyjarsýsla að því staðið. Menningarfélög eru allmörg í Húsavík, auk hagsmunasamtaka. Þar eru: Tvö söngfélög, kvenfélag, skátafélag, íþróttafélag, skákfélag, rótaryfélag, bindindisfélag o. s. frv. Lengi vel var mjög fátt fólk í Húsa- ibuataia. Höfuðbóndi þar var prestur- inn. Kirkjan átti jörðina og leigði presturinn öðrum, er í Húsavík voru, aðstöðu. Ein verzlun var á staðnum og að sjálfsögðu fáliðuð. Nokkrir hjáleigumenn, sem stunduðu smábúskap og sjóróðra, áttu þar bólfestu. Yfirlit um manntal í Húsavík: Árið O OO CO iH ... . 112 manns — 1890 0 1 — 1900 ... 302 — — 1910 ... 574 - — 1920 .... 630 — — x93° 1 0 00 — !94° 1030 — — ^95° ... 1236 — Af þessu yfirliti sést að Húsavík hefur yfirleitt vaxið hóflega að mannfjölda. Sveitarfélagið. Húsavíkurhreppur náði upp- haflega frá Máná, yzta bæ á Tjörnesi, að Brekknakoti í Reykjahverfi. Er sú vegalengd um 50 km. Nú er þetta svæði þrjú sveitarfélög: Tjörneshreppur, Húsavík- urkaupstaður og Reykjahreppur. Árið 1912 varð Húsavík sérstakur hreppur. Árið eftir keypti svo hreppsfélagið, af Kirkju- jarðasjóði, jörðina Húsavík, eða með öðrum orðum, landið sem hreppurinn náði yfir. Árið 1915 keypti sveitarfélagið til viðbótar

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.