Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 22
20 SVEITARST J ÓRNARMÁLi Meginefni þeirra laga, sem afgreidd voru á þessu þingi, var um atvinnu- og f járhagsmál. Þau frv., sem einkum snertu sveitarstjórn- armál, hlutu lítinn byr. Frv. um sveitarstjóra var svæft á síðustu stundu. En frv. þetta var svo sem kunnugt er samið að tilhlutan félagsmálarn. samkv. þingsályktun frá næstsíðasta Alþingi um skip- an á stjóm stærri kauptúna. Ályktunin lvsti brýnni þörf á breytingu á núverandi löggjöf um þetta efni. Frv. fól í sér skyldur til að ráða fastan starfsmann til sveitarstjórnarstarfa hjá kaup- túnum, með 500 íbúa og þar yfir. Ýmis þeirra kauptúna, sem hér áttu hluta að máli töldu frv. þetta stefna í rétta átt. Hið háttvirta Alþingi breytti frv. nokkuð í meðferðinni setti t. d. heimildarákvæði um ráðningu á starfsmanni fyrir sveitarfélagið í stað skyldu. Stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga lét í té urnsögn um frv. og mælti með því, að það yrði samþykkt að meginefni til, enda þótt hún teldi jafnframt brýna nauðsyn á heild- arendurskoðun sveitarstjómarlaganna. Með lagasetningu um þetta efni hefði og fengizt æskileg reynsla um þetta form á næstu árum, sem gat verið liin mikilverðasta. Frv. hafði verið tekið til meðferðar við þrjár umr. í báðum deildum og auk þess við eina umr. í fyrri deild að nýju og var komið til einnar umr. í síðari deild, þegar þingi var slitið. Slík meðferð á þessu máli er ekki til fvrir- rnyndar. Fyrst samþykkir Alþingi þingsályktun um að undirbúin verði lagabreyting urn stjóm stærri kauptúna. Ríkisstjórnin verður við þeirri áskorun. Lætur fara fram rækilega at- hugun og tíma og fé evtt í undirbúning. Þegar frv. þar að lútandi kemur svo til með- ferðar þingsins, er því þvælt aftur og bak og áfrarn og að lokum engin samþykkt gerð. Önnur þau frv., sem sveitarstjómarmenn höfðu áhuga fyrir að hlytu afgreiðslu komu varla til meðferðar þingsins. Þau voru aðeins sýnd á þinginu, síðan vísað til nefndar, en hlutu þar enga afgreiðslu. Svo var um frv. um útsvör, manntal, skipulag kauptúna og kaupstaða, breyting á almannatryggingalög- unum o. fl. Eftirtalin frv. er rétt að vekja athygli sveit- arstjómarmanna á. 1. Lög um bæjaistjóin í Húsavík. (N1. 109 frá 1949.) Samkvæmt lögum þessum skal Húsavíkur- kauptún vera kaupstaður og sérstakt lögsagn- arumdæmi. Nær umdæmið yfir allan núver- andi Húsavíkurhrepp og heitir Húsavíkur- kaupstaður. Umdæmi þetta er hér eftir sem hingað til í alþingiskjördæmi Suður-Þingeyjarsýslu, og er sýslumaður Þingeyjarsýslu jafnframt bæj- arfógeti Húsavíkurkaupstaðar. Hreppsnefnd Húsavíkurhrepps var falin stjóm kaupstaðarins, þangað til bæjarstjómar- kostningar hefðu farið fram. Lögin voru samþykkt á Alþingi 19. des. x949- 2. Breytingar á útsvarslögunum. (Ni. 53. frá 1950.) Með lagabreytingu þessari, er skipting út- svara felld niður, nema ef gjaldþegn flvzt búferlum milli sveita þá eru skipti á útsvari hans heimil. Lögin hljóða svo: 1. gr. 2—3. töluliður og niðurlagsmálsgr. 9. gr. laganna falli niður. — 4—5. tölul. sömu greinar verði 2.-3. tölul. 2. gr. 2. málsl. 1. málsgr. 10. gr. laganna falli niður.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.