Sveitarstjórnarmál - 01.08.1950, Blaðsíða 10
8
SVEITARSTJÓRNARMÁL
tvö næstliggjandi býli norðan við sig, Bakka
og Tröllakot, og fékk þau innlimuð í hrepp-
inn litlu síðar.
Árið 1949 keypti hreppurinn einnig jörð-
ina Kaldbak í Reykjahreppi. Er hún næsta
jörð sunnan við Húsavík.
Árið 1950 gerðist Húsavík kaupstaður.
Fékk hún lög um bæjarréttindi sín sam-
þykkt á Alþingi í desember 1949, en þau
komu ekki til framkvæmda fyrr en með
bæjarstjórnarkosningunum, er fóru fram í
Húsavík — eins og annarsstaðar í kaupstöð-
um landsins — 29. jan. 1950.
Tólf bæjarfélög voru fyrir í landinu, þrjú
þcirra fólksfærri en Húsavík.
Samningar um skiptingu eigna o. fl. rnilli
Suður-Þingeyjarsýslu annarsvegar og Húsa-
víkurkaupstaðar hiusvegar fóru franr 6. júní
1950. Varð þar sem fyrr í samskiptum Húsa-
víkur og sýslufélagsins ekkert að ágreiningi.
Ákveðin var samvinna framvegis milli kaup-
staðarins og sýslunnar urn margt, svo sem:
Húsmæðraskólann að Laugum, Bókasafnið í
Húsavík og Sjúkrahúsið í Húsavík.
Jónas Sigurðssoji, oddviti.
Benedikt Björnsson, oddviti.
Oddvitar
hreppsnefndar
Húsavíkur.
Þegar Húsavík varð sérstakur
hreppur 1912, var Jónas Sig-
urðsson, sparisjóðsstjóri, (f.
1853 d. 1929) kosinn odd-
viti fyrstu hreppsnefndariimar. Hafði hann
síðustu árin verið oddviti í garnla Húsavíkur-
hreppi.
Jónas var greindur vel, fastlyndur og örugg-
ur fjárgæzlumaður. Hann var oddviti til árs-
ins 1919.
Næstur á eftir Jónasi varð oddviti Bene-
dikt Björnsson, skólastjóri, (f. 1873 d. 1941),
gáfaður hugsjónamaður. Hann hafði stofn-
að Unglingaskóla Húsavíkur, sem áður er um
getið og stýrði um þessar mundir bæði þeirn
skóla og barnaskóla hreppsins.
Benedikt hvatti mjög til ræktunar og ým-
issa framfara.
Hann kom á þeirri skipun landleigu i Húsa-
vík, sem þar er nú og þótt hefur fullkomnara
fyrirkomulag en það, sem tíðkazt víðast hvar
annarsstaðar í þéttbýli landsins.
Benedikt lét af oddvitastörfum vegna van-
heilsu 1937.