Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 6

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 6
 V: Í flfflll t ’hKI 'I 4 * í 111 V' h. ' k ? *: ■ p ■ H i ífli i I t í É.5IIII flwli®/ i mmmmmmmmi Páll Líndal. formaður sambandsins, setur landsþinglS. Rode Andersen, fuiltrúi Sveitarfélagasambandsins i Danmörku, flytur ávarp í kvöldverðarhófinu af hólfu norrœnu gestanna. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, flytur ræðu sína um ný viðhorf í skattamálum. þingum. Nú er ástæða til að minna á hlut hans með virðingu og þökk. Ég bið viðstadda að rísa úr sætum í virðingarskyni við liinn látna þjóð- skörung og ástvini hans, er fylgdu honum yfir móðuna miklu." Samskipti þökkuð Formaður fjallaði um samskipti sambandsins og ýmissa aðila á þessa leið: „Stjórn sambandsins hefur á liðnu kjörtímabili átt mikil samskipti við ýmsar stofnanir, samtök og einstaklinga. Má segja, að þau samskipti hafi verið mjög ánægjuleg, þegar á heildina er litið. Sérstaklega mikil hafa samskiptin verið við háttv. Alþingi og háttv. ríkisstjórn. Að vísu hefur ekki alltaf allt farið eins og við hefðum kosið, stund- um hefur dálítið kastazt í kekki. Ég tel mig þó mega fullyrða, að sambandið hafi aldrei átt meiri skilningi að mæta hjá Alþingi og ríkis- stjórn en síðustu árin. Sérstakar þakkir færi ég þeim tveim ráðherr- um, sem fóru með sveitarstjórnarmál meginhluta kjörtímabilsins, þeim Eggerti G. Þorsteinssyni og Magnúsi Jónssyni, fyrir góðan skilning þeirra á málefnum sveitarfélaganna. Þá vil ég þakka nú- verandi ráðherra sveitarstjórnarmála, Emil Jóns- syni, samstarfið, frá því að hann tók við því, og óska, að góð samvinna megi verða við liann. Enn vil ég þakka menntamálaráðherra Gylfa Þ. Gísla- syni, fyrir góðan skilning hans á málefnum sveit- arfélaganna, en æði oft hefur verið til hans leitað. Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, er sá maðurinn, úr hópi ríkisstarfsmanna, sem við höf- um átt mest skipti við. Hann hefur reynzt okkur traustur vinur og hollur ráðgjafi. Þegar ég var að setja saman þessar línur, kom mér í hug vísa ein úr Númarímum, sem hraut á pappírinn: Vandi er þeim, sem völdin á, vel á tignarstóli drottna; mikilsverð er maktin há, ef manndyggð lætur eigi þrotna. Samskiptin við Alþingi hafa verið mjög mikil og í því sambandi vil ég þakka fulltrúum þing- SVEITARSTJÓRNARMÁl,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.