Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 30
236
Hin nýja Sundahöfn á ísafirði í byggingu, bætir aðstöðu til
útgerðar þaðan.
Hreppurinn og kaupstaðurinn eru í reynd eitt og sama at-
vinnusvæði — úr skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðs-
sonar á ísafirði.
Menntamál
Vegna tvískiptingar Eyrarhrepps hafa til
skamms tíma verið reknir tveir barnaskólar í hér-
aðinu. Á síðast liðnu hausti var barnaskólinn i
Skutulsfirði lagður niður. Börn úr Arnardal og
Skutulsfirði fá alla kennslu við skólana á ísafirði.
Er þetta eitt dæmi um nána samvinnu sveitar-
félaganna. Kostnaður við akstur barnanna, sem
skóla sækja á ísafjörð, er greiddur úr ríkissjóði,
og er ekki ástæða til að ætla, að svo verði ekki,
þó að sameining fari fram.
í Hnífsdal er rekinn barnaskóli með framhalds-
deild fyrir börn á skólaskyldualdri. Verði sveitar-
félögin sameinuð, er líklegt, að í Hnífsdal verði
aðeins kennt til barnaprófs, en eldri nemendur
sæki Gagnfræðaskólann á ísafirði. Sú ráðstöfun
gæti valdið því, að nauðsynlegt yrði að skipta
nemendum 1. og 2 bekkjar í þrjár deildir. Það
hefði nokkurn kostnaðarauka í för með sér við
rekstur Gagnfræðaskólans. Á hinn bóginn ligg-
ur Ijóst fyrir, að stærð þessara deilda nú er mjög
óhagkvæm. Ber því brýna nauðsyn til að skipta
þessum árgöngum í þrjár deildir, jafnvel þó að
sameining sé ekki höfð í huga.
Vegna kennslu unglingadeildar við skólann í
Hnífsdal hefur ríkið greitt einum kennara laun.
Væri því ekki fráleitt að ætla, að Gagnfræða-
skólinn fengi ráðinn einn fastan kennara til við-
bótar, vegna fjölgunar nemenda.
Heilbrigðismál
Þar sem heilbrigðisþjónusta er engin í Eyrar-
hreppi, hafa íbúarnir orðið að leita með alla
læknishjálp og sjúkrahúsvist til ísafjarðar, auk
þess sem sjúkrabifreið ísafjarðar hefur annazt
nauðsynlega þjónustu við lireppinn. Mun því
lítil breyting verða í þessum efnum við samein-
ingu.
Sjúkrasamlag ísafjarðar og Sjúkrasamlag Eyr-
arhrepps sameinast, að sjálfsögðu, ef sveitarfélög-
in verða sameinuð, og er slíkt æskileg þróun, sem
hlýtur að verða sameiginlegu sjúkrasamlagi til
eflingar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL