Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 51

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 51
Borgarstjóri, Geir Hallgrímsson, flytur ávarp sitt. Ofan við fljótið, sem nú rennur hér undir iljum okkar, á mótum Þjórsár og Tungnaár, heitir Sultartangi. Þar komst fé gjarnan í sjálfheldu, varð bjargarlaust og hlaut hungurdauða. Á Islandi hlaut löngum fóik og fénaður sömu örlög. Og ekki er það talið I öldum, frá því síðast varð bjarg- arskortur hér á landi. Fljótið, sem áður var farartálmi í fæðuleit, auðveldar nú sókn til bættra lífskjara. Þjóðin hefur snúið því öndverða sjálfri sér til hagsbóta. Fyrir nær 50 árum var fyrsta vatnsaflstöð Reykvíkinga vígð, einn hundraðasti hluti þessarar virkjunar, og hafði þó rúmum 25 árum þar áður verið vakin athygli á nota- gildi Elliðaánna og rafmagnsins, þegar Vestur-lslending- urinn Frímann B. Arngrímsson prédikaði yfir Reykvík- ingum og sagði: „Þetta er þá sýnishorn af því, sem einn fremur lítils háttar foss á íslandi getur gert, sé honum aðeins gefið tækifæri til þess, . . . hann getur lýst og hitað híbýli 3 til 4 þúsund manna, prýtt þessa sagnhelgu höfn og hennar eldsteyptu strendur með Ijómandi rafljósakerfi, breytt þorpinu í borg, hreysum í hallir, unnið óaflátan- lega, gefið ógrynni auðs, líf og gleði, — því fossinum er sama, hvort hann fellur á bjargið eða iðuhjól, öldum hans er sama, hvort þær eyðast við strendurnar eða vinna fyrir þúsundir manna, og rafstraumnum er sama, hvort hann lýsir vita eða lýr járn, knýr vagna oða vef- stóla, plægir grund, pumpar vatn eða pípólar við sauma- vél.“ Allt hefur þetta rætzt í þróunarsögu Reykvíkinga í rafmagnsmálum, frá virkjuninni í Elliðaám, til Sogsvirkj- ana og til þessa vígsludags Búrfellsvirkjunar. Eins og Elliðaárnar áttu sér aldarfjórðungsaðdrag- anda, þá á Búrfellsvirkjun háifrar aldar forsögu frá dög- um Einars Benediktssonar. Við höfum þess vegna ekki framkvæmt meira eða íljót- ar en þeir bjartsýnustu forvera okkar þorðu að vona, en framfarasóknin hefur verið farsæl og stöðug og veitt margháttaða reynslu og lærdóm til að takast á við sífellt stærri verkefni. Fyrri virkjanir við Sogið undir stjórn Steingríms Jóns- sonar voru nauðsynleg forsenda þess áfanga, er við fögnum í dag. Fyrir rúmum 20 árum tókst samstarf ríkis og Reykja- víkurborgar að virkjunum og í kjölfar þess tvöfaldaðist virkjað vatnsafl í landinu með 31 þús. kw. írafossvirkjun, eins og það töfaldaðist nú með 105 þús. kw. Búrfells- virkjun. Hvor þessara virkjana um sig er, þá er hún er gerð, mesta mannvirki á íslandi frá upphafi byggðar. Báðar eru þær og bundnar gagnkvæmni stóriðju og stórvirkjunar. Þótt virkjunin sjálf, að hemja fossinn og leggja „krafts- ins ör“ á bogastreng hans, veki mesta aðdáun okkar og athygli, þá gerum við okkur' grein fyrir, að það kostar um það bil jafnmikið að dreifa orkunni til notand- ans í „fólksríkum héraðslöndum" til sjávar og sveita. Rafmagnsveita Reykjavíkur dreifir ein raforku til nær helmings allra landsmanna, og aðrar rafmagnsveitur á orkuveitusvæði Landsvirkjunar til rúml. 20% lands- manna, en alls munu um 96% íslendinga nú njóía raf- magns frá samveitum, og hefur þéttbýlið við Faxaflóa átt mikilvægan þátt í þeim ánægjulega árangri. En mörg verkefni blasa við í framtíðinni í rafmagns- og öðrum orkumálum, atvinnuvegum landsmanna og heimilum til hagsbóta, ef 75 ára gömul orð frumherja þess, er ég áður vitnaði til, eiga að verða að áhríns- orðum: „Því ísland getur í höndum hugsandi og velviljaðra manna orðið meira en eyðisker, og (sland, það getur orðið auðnáma og Ijósland, aðsetursstaður uppfinninga og lista.“ Með þeim áfanga, sem náð er í dag, miðar töluvert í átt til þessa, en minnumst þó um leið, að tæknikunn- átta, þótt góð sé og nauðsynleg, og mannvirkin, þótt traust séu og glæsileg, eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að hamingjuríkara lífi hvers einstaklings og farsæld fyrir þjóðina ( heild. „Framtíð á vor þjóð — með þessa fossa,“ var kveð- ið um aldamót, og víst mun það enn sannast, ef við kunnum að hagnýta samtakamátt okkar sjálfra og sam- vinnu við erlenda aðila, þá mun Sultartangi enginn finn- ast á íslandi í íramtíðinni, nema í örnefnum landsins og fornri sögu. Um leið og ég leyfi már fyrir hönd Reykjavíkurborgar að þakka öllum, sem lagt hafa hug og hönd að Búr- fellsvirkjun, störf þeirra, þá biðjum við starfsmönnum hér og starfrækslu heilla um alla framtíð." 257 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.