Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Side 27
ísafjarðarkaupstaður. Hér á eftir verður reynt að drepa nánar á helztu þættina í starfsemi bæjarfélagsins, sem hin fyrirhugaða sameining kemur til með að hafa áhrif á. Sveitarstjórn Þótt rekstur bæjarfélagsins verði talsvert um- fangsmeiri við sameiningu sveitarfélaganna, ætti hann ekki að aukast meira en svo, að yfirstjórn Isafjarðarbæjar nú á að geta annazt hann að mestu í óbreyttri mynd. Er því hægt að spara mikinn hluta þess kostnaðar, sem nú er við stjórn Eyrarhrepps. Þó er talið eðlilegt, að bæjar- fulltrúum verði fjölgað úr 9 í 11. Stækkun bæjarfélagsins ætti að skapa enn auk- in verkefni fyrir verkfræðing eða tæknfræðing, og þar með stuðla enn frekar að því, að slíkur sérmenntaður maður verði ráðinn í þjónustu bæjarfélagsins. Opinberar framkvæmdir ísafjarðarbær er nú allvel búinn ýmsum véla- og tækjakosti, en Eyrarhreppur á hins vegar sára- lítið af slíkum tækjum. Við sameininguna kæmi betri nýting á vélakosti, s'em ísafjarðarbær á nú. Um uppbyggingu nýrra bæjarhverfa er nú svo komið, að ekkert landrými er lengur til á ísa- firði til þeirra hluta. Hins vegar eru tilvaldir staðir fyrir myndarleg íbúðahverfi í Hnífsdal og Skutulsfjarðarbotni. Þó er ljóst, að án samein- ingar sveitarfélaganna yrði ekkert úr fram- kvæmdum í Skutulsfirði í náinni framtíð, þar sem Eyrarhreppi yrði slíkt fjárhagslega ofviða og hreppurinn hefur ekki brýna þörf fyrir uppbygg- ingu svæðisins, að svo komnu máli, þar sem nægilegt landrými er í Hnífsdal til að fjölga íbú- um staðarins um 1200—1500 manns. Augljóst er, að verði sveitarfélögin sameinuð, beri að stefna að því að fjölga íbúum þeirra byggðakjarna, sem fyrir hendi eru, í stað þess að dreifa byggðinni með byggingu nýrra byggða- hverfa til óhagræðis og kostnaðarauka fyrir bæj- arfélagið. Ekki er líklegt, að sameiningin breyti miklu um atvinnuhætti sveitarfélaganna, enda hafa 233 Atvinnumál SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.