Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 53
hafi verið krafin hækkaðra fram-
laga af þessum sökum. Fyrri hækk-
unin var ákveðin 4. apríl og var
Iátin gilda aftur fyrir sig frá byrj-
un ársins. Hin síðari var ákveðin
frá 1. júlí og nam 20% og vegur
því þungt, þegar sveitarfélögum er
ætlað að greiða þessa hækkun á
bótum lífeyristrygginganna á hálfu
árinu 1970 á árinu 1971 til viðbót-
ar hlutdeild í útgjöldum lífeyris-
trygginganna á því ári.
c) Loks er ákveðin 8,2% hækkun
á bótum lífeyristrygginganna frá 1.
janúar 1971, sem sveitarfélögum er
ætlað að standa undir á því ári.
Eins og of há áætlun á framlög-
um sveitarfélaga til lífeyristrygg-
inganna fyrir árið 1969 varð til
þess að halda framlagi þeirra á ár-
inu 1970 óbreyttu frá því, sem ver-
ið hafði árið á undan, verða nú
tvær hækkanir á þessum bótum á
árinu 1970, án þess að sveitarfélög-
um væri gert að hækka framlög sín
á því ári, til þess að hækkun á
framlögum sveitarfélaga á árinu
1971 verður mjög há, eða langt
umfram það, sem leiðir af hækkun
þeirri um 8.2%, sem verður rnilli
áranna 1970 og 1971.
Framlög sveitarfélaga
til atvinnuleysistrygginga
Sveitarfélögum er gert að greiða
til atvinnuleysistryggingasjóðs
framlag, sem nemur samanlögðum
iðgjöldum atvinnurekenda í hverju
sveitarfélagi hvert ár. Framlag
þetta hefur verið reiknað út árið
1971 og hækkar um 23.1% frá ár-
inu 1970 og nemur kr. 30,90 árið
1971 í staðinn fyrir 25,10 á hverja
vinnuviku.
Framlög sveitarfélaga
til sjúkrasamlaga
Framlög sveitarsjóða til sjúkra-
santlaga ákvarðast af hæð sjúkra-
samlagsiðgjalds í hverju sveitar-
félagi um sig. Þannig greiðir ríkis-
sjóður til sjúkrasamlaga fjárhæð,
sem nemur 250% af samanlögðum
iðgjöldum hinna tryggðu, en sveit-
arsjóðir fjárhæð, sem nemur 85%
af sama stofni, þ. e. iðgjöldum
sjúkrasamlagsfélaga. Á fjárlögum
fyrir árið 1971 áætlar ríkissjóður
til sjúkrasamlaga 363.2 millj. króna
móti 318.8 rnillj. króna árið 1970
eða tæplega 14% hækkun.
Þessi hlutfallstala 14% hækkun
ætti að geta orðið sveitarstjórnum
nokkur vísbending um þá almennu
hækkun, sem áætluð er, en mjög
hlýtur hér að miðast við aðstæður
í hverju sveitarfélagi, einkum, hve
sjúkrasamlagsiðgjöld hafa verið há.
Iðgjöld einstaklinga
til almannatrygginga
Undir tilteknum kringumstæð-
um greiða sveitarsjóðir iðgjöld ein-
staklinga til almannatrygginga. Ið-
gjöld þessi hafa verið ákveðin fyr-
ir árið 1971 sem hér greinir:
Kr.
Fyrir hjón .............. 7.660,00
Fyrir einhleypa karla . . 6.960,00
Fyrir einhleypar konur . 5.220,00
Iðgjöld atvinnurekenda
til lífeyristrygginga
Mörg sveitarfélög, einkum í þétt-
býli, þurfa að áætla framlög sín
sem atvinnurekendur til lífeyris-
trygginga. Þau hafa verið ákveðin
fyrir árið 1971 68 krónur á viku,
en eru árið 1970 48 krónur. Hækk-
un um 20 krónur eða um nál. 40%.
Framlag til Bjargráðasjóðs
Framlag sveitarfélaga til Bjarg-
ráðasjóðs íslands verður 50 krónur
á íbúa árið 1971, óbreytt frá árinu
á undan.
Rekstrarútgjöld
Erfitt er að spá nokkru um breyt-
ingar á almennum rekstrarútgjöld-
um á árinu 1971 miðað við árið
1970. Laun hækkuðu almennt í
marzmánuði 1970 um 3% og í
júnímánuði um 22.6% og hækkun
launa vegna kjarasamnings opin-
berra starfsmanna nú í desember
er talin nema 12—15%, þegar bor-
in eru saman væntanleg laun árið
1971 og launin allt árið 1970. Við
afgreiðslu fjárlaga var ekki gengið
út frá tilteknum hlutfallsbreyting-
um á launum, enda svo skammt
liðið frá gerð kjarasamnings þá, að
ekki reyndist unnt að meta þær
hækkanir.
Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr.
81/1962 eiga sveitarstjórnir að
hafa tekið ákvörðun um innheimtu
aðstöðugjakls og tilkynnt hana
skattstjóra eigi síðar en 15. dag
febrúarmánaðar á gjaldárinu.
I tilkynningu til skattstjóra skal
tilgreina gjaldflokka og fjárhæð
gjalds í hverjum flokki.
Samkvæmt 12. gr. sömu reglu-
gerðar skal skattstjóri eða umboðs-
maður hans jafnframt auglýsa,
hverjir gjaldflokkar skulu vera og
hversu hátt gjald í hverjum ílokki.
Afrit af umræddum aðstöðu-
gjaldstilkynningum senda skatt-
stjórar síðar ríkisskattstjóra.
Að þessu sinni þarf alveg sér-
staklega að athuga ákvceði laga nr.
9411970, urn ráðstafanir til stöðugs
verðlags og atvinnuöryggis, en sam-
kvremt þvi er óheimilt að hakka
álagningarstiga aðstöðugjalda á
gjaldárinu 1971, frá því sem þeir
voru á gjaldárinu 1970, nema að
fengnu samþykki rikisstjórnarinn-
ar, svo sem siðar verður að vikið.
í þessu felst það, að óheimill er
flutningur einstakra tegunda at-
vinnurekstrar 1 hærri gjaldflokk en
hann var í á þessu gjaldári 1970 259
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Ákvörðun um
aðstöðugjald árið 1971
verður að taka fyrir 15.
febrúar og tilkynna hana
skattstjórum