Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 47
 FRA Q ÓLAFSVÍKURHREPPUR íþróttahús með sundlaug Nýtt íþróttahús með sundlaug var vígt laugardaginn 25. júlí s.l., að viðstöddum 166 boðsgestum. Meðal gesta var íþróttafulltrúi rík- isins, Þorsteinn Einarsson, og allir þingmenn Vesturlandskjördæmis. Alexander Stefánsson, oddviti, rakti sögu byggingarinnar og lýsti húsinu, en þetta íþróttamannvirki er hið fyrsta sinnar tegundar á fs- landi, sem byggt er með sundlaug í íþróttasal með færanlegu gólfi. Verður húsið notað sem sundlaug vor og sumar, en sem fimleikahús haust og vetur. Elúsið er 4430 rúmmetrar og 450 ferm að stærð. Húsið er sérstak- lega fullkomið í byggingu, einangr- un er bæði venjuleg svo og fyrir liljóð og raka. Áhorfendasvalir eru fyrir 150—200 manns, í búnings- klefum eru sérskápar fyrir 60 bað- gesti og körfur að auki fyrir 60. I kjallara hússins eru geymslur fyrir gólffleka, sérstök snyrtiher- bergi, böð og búningsherbergi fyrir íþróttafólk í beinu sambandi við íþróttavöllinn, svo sem knatt- spyrnumenn, ennfremur aðstaða fyrir handavinnukennslu drengja. Á efri hæð yfir hluta hússins er aðstaða fyrir bókasafn og kennslu- stofur. Hús þetta var upphaflega teikn- af af Guðmundi Guðjónssyni, arkitekt hjá Húsameistara ríkisins, en eftir lát lians tók við Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt, og teiknaði hann og réði allri innri gerð húss- ins. Framkvæmdir hófust við bygg- ingu hússins árið 1963. Aðalbygg- ingameistari liefur verið Vigfús Vigfússon, Ólafsvík. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen s.f. gerði teikningar af vatns-, holræsa- og miðstöðvarkerfi hússins ásamt ein- angrun. Geir Agnar Zoéga, verk- fræðingur, teiknaði allt hita- og loftræstikerfi. Ólafur Gíslason raf- tæknifræðingur, gerði allar raf- magnsteikningar. Hilmar Sigurðs- son, verkfræðingur, hreinsikerfið. Hurðir eru frá trésmiðju Guð- mundar Magnússonar, Akranesi, Nýja blikksmiðjan h.f., Reykjavík, sá um smíði og uppsetningu loft- rastikerfis, blásturstæki og stjórn- tæki eru frá Honeywell, en loft- ristar frá Barber Colman. Hreinsi- tækin eru frá Collonggan-kísilgúr- hreinsun, gegnumstreymið fer fimnt sinnum á sólarhring gegnum ltreinsinn. Ennfremur eru sérstakir fleytarar, sem hreinsa brák á yfir- borði vatnsins. Rörlagnirs.f., Kefla- vík, sáu um uppsetningu hreinsi- kerfis. Við vígsluathöfnina voru margar ræður fluttar, og kveðjur bárust írá fjölmörgum aðilum. Þorsteinn Ein- arsson, íþróttafulltrúi, tilkynnti, að hann hefði ákveðið að gefa sér- stakan bikar til keppni í sundi, sem bera á nafnið „Kjærnested“-bikar í minningu um einn fyrsta frum- herja sundíþróttar á íslandi, en Kjærnested var jarðsettur að Fróðá, en um liann orti Jónas Hallgríms- son eitt sinna fegurstu erfiljóða, „Á gömlu leiði“. SVEITARSTJÓ RNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.