Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 49

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Síða 49
Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa ríkisins og Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt hússins. Undirgrindur eru smíðaðar á svipaðan hátt og með enska gólf- inu. Óhætt er að fullyrða, að inn- lenda smíðin er sérstaklega vel af hendi leyst og talin betra en inn- flutta gólfið. Stærð gólfs er 10x20 m, lofthæð 7 m, áhorfendasvalir fyrir 150—200 manns. Öll tæki leikfimishússins eru smíðuð af sömu aðilum. Hússtjórn Sérstök hússtjórn hefur verið kosin skv. reglugerð. Formaður hennar er Alexander Stefánsson, oddviti, ritari Ottó Árnason, form. skólanefndar, og meðstjórnandi Gylfi Scheving, frá ungmennafélag- inu Vxkingi. Dýpkun hafnar Dýpkunarskipið „Hákur" vinnur nú að dýpkunarframkvæmdum í Ólafsvíkurhöfn, dælir liann sandi inn í gömlu hafnarkvína, sem nú er búið að loka. í framhaldi af þessari framkvæmd er gert ráð fyr- ir, að á næsta ári verði ytri hafn- argarðurinn styrktur með grjótfyll- ingu að utan og stálþili að innan ca. 100 metra. Verður jiá komin góð aðstaða til afskipunar fyrir flutningaskipin, svo og stórbætt að- staða fyrir stærri fiskiskip. Síðar er gert ráð fyrir að setja bryggju innan á gamla suðurgarð- inn, en aðstaða er góð til þess að fulldýpka allt hafnarsvæðið. Nýr rafknúinn löndunarkrani fyrir smærri báta hefur verið sett- ur upp á nýju harðviðarbiyggjuna, kraninn er smíðaður hjá Slippstöð- inni á Akureyri. Brú á Ólafsvíkurgil Ný brú liefur verið byggð á Ólafsvíkurgilið, sem rennur í gegn unt Jrorpið. Brúin er tæpir 14 m að breidd, með gangbrautum. Bú- ið er að hanna aðalgötu jxorpsins, Ólafsbraut, og verður væntanlega byrjað að steypa götuna beggja megin út frá nýju brúnni á næsta ári. Vegagerð ríkisins lét byggja brúna. Yfirsmiður var Sigfús Krist- jánsson, Reykjavík, en hann byggði einnig gömlu brúna, sem nú er 30 ára gömul og verður lögð xtið- ur. Verbúðir í sjóvarnargarði í sumar voru byggðir grunnar undir 14 verbúðir norðan í Snopputanga. Grunnar jressir eru jafnframt sjóvarnargarður. Ólafsvíkurhreppur byggir þessa grunna, en stofnað liefur verið hlutafélag Verbúðir h.f., sem út- gerðarmenn 14 báta 1 Ólafsvík hafa stofnað með Ólafsvíkurhreppi til þess að byggja 14 verbúðir á þessa grunna. Gert er ráð fyrir að allar ver- búðirnar verði byggðar á næsta ári, en brýn nauðsyn er, að svo verði til eflingar txtgerðar, jxar sem eng- ar slíkar byggingar eru til í Ólafs- vík. EYJAFJARÐARSÝSLA Fjórir hreppar í Eyjafirði sameinast um skóla 1 júlí á síðasta ári var hafin bygg- ing unglingaskóla að Hrafnagili í Eyjafirði. Að lionum standa fjórir hreppar: Hrafnagilshreppur, Saur- bæjarhreppur, Öngulsstaðahrepp- ur og Svalbarðsstrandarhreppur. Enginn þeirra hefir viðunandi að- stöðu fyrir skyldunám unglinga, jxótt reynt liafi verið að halda uppi unglingadeildum við barnaskólana síðustu árin. Yfirsmiður er Sveinn Jónsson, byggingameistari og bóndi að Kálfskinni, Ársskógsströnd. Arki- tektar Orrnar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Önnur álma heimavistarhússins er tilbúin und- ir tréverk, mötuneytið fokhelt, og langt komið að steypa upp seinni álntu heimavistarinnar. Kennslu- rými verður byggt á næsta ári, en ráðgert er að hefja kennslu í fé- lagsheimili á staðnum liaustið 1971. Þær byggingar, sem nú er unn- ið að, og rúma eiga 80 nemendur í heimavist, eru teiknaðar sem fyrsti áfangi eða kjarni stærri bygginga. Er jxví auðvelt að bæta við eftir þörfum kennslustofum, íjjróttamannvirkjum, kennaraíbúð- um og heimavistum. Mötuneytis- aðstaðan er miðuð við allt að 160 nemendur. Það er von Jjeirra, sem að undirbúningi þessara fram- kvæmda liafa unnið, að þarna rísi srnátt og smátt nienningarmiðstöð sveitanna við Eyjafjörð. Útlitsteikning a( skólahúsinu að Hrafnagili. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.