Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 12
Skólakostnaðarnefnd: Ölvir Karlsson, oddv., Ásahreppi, formaður, Kristján J. Gunnarsson, borgarfulltr., Rvík, Kristján Benediktsson, borgarfulltr., Rvík, Axel Jónsson, bæjarfulltr., Kópavogi, Þráinn Bjarnason, oddviti, Staðarsveit, Ingi Garðar Sigurðsson, oddv., Reykhólahr., Stefán Friðbjarnarson, bæjarstj., Siglufirði, Kristinn Sigmundsson, oddv., Öngulsstaðahr., Guðmundur Magnússon, oddv., Egilsstaðahr. Fjárhagsnefnd: Birgir fsl. Gunnarsson, borgarfltr., formaður, Valdimar Indriðason, bæjarfulltr., Akranesi, Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi, Hafnarfirði, Jón Þór Jóhannsson, oddv., Stafholtstungnahr., Ásmundur B. Ólsen, hrnfltr., Patreksfirði, Björn Egilsson, Lýtingsstaðalueppi, Sigurður Þórisson, oddv., Skútustaðahreppi, Sigurður Hjaltason, sveitarstj., Hafnarhreppi, Jón Eiríksson, oddv., Skeiðahreppi. Setningu nýrra fræðslulaga verði hraðað Um frœðslumál gerði landsþing- ið svofellda ályktun að tillögu skólakostnaðarnefndar: NÝ FRÆÐSLULÖG „Landsþingið leggur áherzlu á, að setningu nýrra fræðslulaga verði iiraðað svo sem unnt er. Einnig að öllum fræðsluskyldum nemendum landsins verði gert kleift að njóta fullrar kennslu, jrannig að gera megi sömu kröfur um námsárang- ur um land allt. Þingið telur, að í þessu skyni þurfi m.a.: 1) að samræma kennslu og skóla- liald á stærri svæðum en nú er, t.d. í hverju umdæmi sveitarfélaga- samtaka eða í hverju kjördæmi og koma þar á fót fræðsluskrifstofu, er hafi með liöndum yfirstjórn og eftirlit fræðslumála í umboði menntamálaráðuneytisins og við- komandi sveitarfélagasamtaka. Verkefni fræðsluskrifstofa skulu m. a. vera: a) að skipuleggja skólastarf i sam- 218 _________________________________ ráði við skólastjóra og í sam- ræmi við ákvæði fræðslulaga og námsskrár. Þar á meðal sálfræði- jjjónustu og kennslu afbrigði- legra barna. h) gerð áætlana um skólabygging- arjrörf í umdæminu og röð framkvæmda. c) gerð áætlana um rekstur skóla í umdæminu og umsjón með rekstri þeirra í umboði mennta- málaráðuneytisins og viðkont- andi sveitarstjórnar. 2) að jafna, svo sem verða má, aðstöðu nemenda til þess að sækja skóla, þanilig að enginn nemandi þurfi að hverfa frá námi vegna fjárskorts. í þessu sambandi er sérstaklega vakin athygli á erfið- leikum þeirra skyldunámsnemenda, sem dveljast verða við skólanám fjarri heimili sínu. REGLU GERE' UM REKSTURSKOSTNAÐ Landsþingið ieggur áherzlu á nauðsyn þess, að nú þegar verði sett reglugerð um reksturskostnað skóla sarnkv. 1. nr. 49/1967, jtar sem skírt sé kveðið á um skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitar- félaga. Landsjíingið leggur sérstaka áherzlu á, að ríkissjóður greiði eðlilegan kennslukostnað að fullu, Jrótt fámenni einstakra byggðar- laga hafi í för með sér óhagstæða deildaskiptingu. Einnig telur landsþingið fráleitt, að kennslu- afsláttur skólastjóra skuli skerða rétt sveitarfélaga til kennslulauna úr ríkissjóði, svo og að ríkið greiði ekki að hálfu sjálfsagða heilbrigð- isþjónustu, eins og tannlækningar. ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF Landsþingið lýsir ánagju sinni yfir árangursríku starfi samstarfs- nefndar menntamálaráðuneytis- ins og Sambands íslenzkra sveitar- félaga um skólamál og hvetur sveitarstjórnir til að leita til full- trúa sambandsins í nefndinni um aðstoð varðandi slík samskipti." SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.