Sveitarstjórnarmál - 15.12.1970, Qupperneq 24
FRÁ
STJÓRN
SAMBANDSINS
Verkaskipting
innan stjórnar
Stjórn sambandsins kom saman
til fyrsta fundar síns eftir lands-
þingið mánudaginn 28. september.
Formaður, Páll Líndal, bauð sér-
staklega velkomna þá Bjarna Ein-
arsson, bæjarstjóra á Akureyri, og
Gylfa ísaksson, bæjarstjóra á Akra-
nesi, sem báðir taka nú sæti í
stjórn sambandsins fyrsta sinni.
Sljórnin skipti með sér verkum
á þann veg, að varaformaður var
kosinn Ólal'ur G. Einarsson, sveit-
arstjóri, og ritari Bjarni Einarsson,
bæjarstjóri.
Tilnefning
fulltrúa í
endurhæfingarráð
Á sama fundi var samþykkt að
tilnefna Svein Ragnarsson, félags-
málastjóra Reykjavíkurborgar, sem
fulltrúa sambandsins í nýstofnað
endurhæfingarráð, þar sem sam-
bandinu er ætlað að eiga einn full-
trúa, samkvæmt lögum um endur-
hæfingu nr. 27, 1970.
Endurhæfingarráð er skipað sjö
fulltrúum. — Félagsmálaráðherra
skipar formann án tilnefningar.
Er það Oddur Ólafsson, fv. yfir-
læknir, en aðrir í ráðinu, auk
Sveins Ragnarssonar, eru:
Pleiðrún Stefánsdóttir, Akureyri,
tilnefnd af A.S.Í.,
Haukur Þórðarson, yfirlæknir, til-
nefndur af Læknafélagi íslands,
Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari Sjálfs-
bjargar, tilnefnd af Öryrkja-
bandalagi íslands,
Svavar Pálsson, framkvæmdastjóri,
tilnefndur af Vinnuveitenda-
sambandi íslands,
Þóra Einarsdóttir, formaður félags-
samtakanna Vernd, tilnefnd af
menntamálaráðuneytinu.
Samkvæmt þessum nýju lögum
um endurhæfingu, er heimilt að
veita sveitarfélögum leyfi til að
koma á fót endurhæfingarstöð cða
vinnustöð fyrir öryrkja og að veita
þeirn lán úr erfðafjársjóði, er nemur
allt að 40% af stofnkostnaði — og
úr atvinnuleysistryggingasjóði, er
nentur allt að 40% af stofnkostn-
aði slíkra stöðva.
Endurskoðun laga
um framkvæmd
eignarnáms
Seinasta Alþingi gerði ályktun,
þar sem ríkisstjórninni var falið að
láta endurskoða lög um fram-
kvæmd eignarnáms nr. 61 1917.
Mál þetta var flutt þar að frum-
kvæði stjórnar sambandsins.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
hefur nú skipað jniggja manna
nefnd til þess að annast þessa end-
urskoðun. Ráðuneytið óskaði Jtess,
að stjórn sambandsins tilnefndi
einn Jtessara manna, félagsmála-
ráðuneytið annan, en hinn Jrriðji
var skipaður án tilnefningar.
Stjórnin tilnefndi af sinni hálfu
formann sambandsins, Pál Líndal,
félagsmálaráðuneytið Hallgrím
Dalberg, skrifstofustjóra, en for-
maður nefndarinnar er Gaukur
Jörundsson, prófessor.
Stofnað Æskulýðsráð
ríkisins
Samkvæmt lögum um æskulýðs-
mál, sem samjrykkt voru á seinasta
Alþingi, liefur verið stofnað fimm
rnanna Æskulýðsráð ríkisins, sent
m.a. er ætlað að samræma æsku-
lýðsstarfsemi félaga, skóla og sveit-
arfélaga og stuðla að samvinnu
þessara aðila unt æskulýðsmál og
efla þau til sameiginlegra átaka um
lausn ákveðinna verkefna. Þrír
þessara manna skulu tilnefndir af
aðildarsamtökum Æskulýðssam-
bands íslands og öðrum hliðstæð-
um æskulýðssamböndum, einn af
Sambandi íslenzkra sveitarfélaga
og einn án tilnefningar.
Stjórn sambandsins hefur nýlega
tilnefnt af sinni hálfu í Æskulýðs-
ráð ríkisins Gylfa ísaksson, bæjar-
stjóra á Akranesi.
Aðrir í ráðinu eru:
Skúli Möller, kennari,
séra Bernharður Guðmundsson,
æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar,
Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi,
forntaður Ungmennasambands
íslands,
Örlygur Geirsson, fltr. í mennta-
málaráðuneytinu, sem skipaður
hefur verið formaður ráðsins.
Varamaður af hálfu sambandsins
er Markús Örn Antonsson, íor-
ntaður Æskulýðsráðs Reykjavíkur,
en varamenn æskulýðssamtakanna
eru Hannes Þ. Sigurðsson, fulltrúi,
Þorsteinn Ólafsson, stjórnarráðs-
fulltrúi og Þorbjörn Broddason,
lektor.
Landssamband
félagsheimila
Á landsþinginu í september var
samþykkt að fela stjórn sambands-
ins að kanna hið fyrsta grundvöll
fyrir stofnun samtaka félagsheim-
ila í byggðum landsins og heimil-
aði, að sambandið gengist fyrir
stofnun slíkra samtaka og ætti að-
ild að þeim, ef úr stofnun yrði.
Með bréfi, dags. 11. nóvember,
hefur skrifstoía sambandsins leitað
álits allra sveitarstjórna, sem aðild
eiga að eign eða rekstri félags-
heimila um málið og óskað eftir
Jdví, að Jrær láti í té viðhorf sín til
þeirrar hugmyndar, sem frarn kem-
ur í tillögunni.
Þess var óskað, að sveitarstjórnir
svöruðu bréfi þessu fyrir 15. jan-
úar n.k. Vær æskilegt að þær gerðu
Jtað sem flestar, svo fyrir liggi ])á
ótvíræður vilji lilutaðeigandi sveit-
arstjórna um þetta efni.
SVEITARSTJÓRNARMÁL