Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 4
ER NAUÐSYNLEGT AÐ BREYTA ÆfSS
AFTUR í VINSTRI UMFERÐ? vji?
Að undanförnu hefur landsmönnum verið kynnt,
hvað umferðarslysin kosta þjóðfélagið árlega í krón-
um. Er þá ótalið annað tjón, sem enginn fær bætt.
Stöðugt berast okkur fréttir af hörmulegum atburð-
um í umferðinni, — bifreiðin, sem bætt hefur líf
okkar á marga lund, er jafnframt mikill bölvaldur.
Bent hefur verið á, að hægt er að draga verulega
úr umferðarslysum. Um það vitnar reynsla okkar
íslendinga fyrir 15 árum, þegar breytt var úr vinstri
handar umferð í hægri umferð. Með öflugu upp-
lýsinga- og áróðursstarfi ásamt ýmsum endurbótum
á umferðarmannvirkjum reyndist þá unnt að draga
verulega úr umferðaróhöppum og vafalaust bjarga
mannslífum.
Sumir hafa spurt, hvort ekki sé rétt að breyta
aftur í vinstri umferð í því skyni að bæta umferðar-
menninguna og síðan verði skipt um aksturskant á
10 ára fresti eða svo. Ekki er alvara í slíkri spurn-
ingu, en í henni felst þörf áminning. Við gerum ekki
það, sem hægt er að gera til þess að auka umfcrðar-
öryggi.
Þjóðir Norðurlanda hafa nú ákveðið að gera sam-
eiginlegt átak til þess að draga úr hættu í um-
ferðinni. Hér á landi hófst „norrænt umfcrðarör-
yggisár“ með ráðstefnu, er Samband íslenzkra sveit-
arfélaga, Umfcrðarráð og fleiri boðuðu til 24. febrú-
ar sl. Kom margt athyglisvert fram á ráðstefnunni,
sem vonandi verður upphaf að varanlegum að-
gerðum.
Því hefur verið haldið fram, að um 3/4 hluta
umferðarslysa megi rekja til mistaka ökumanna, en
1/4 hefði mátt koma í veg fyrir mcð endurbótum á
umferðarmannvirkjum. Slík skipting hlýtur ætíð að
orka tvímælis, en ljóst er, að sveitarstjórnir og
yfirvöld vegamála geta gert margt til þess að
draga úr slysahættu. Er tvískipting þjóðvega á
blindhæðum líklega bezta dæmið um þetta, en með
tiltölulega ódýrum aðgerðum, sem vegaverkstjóri
einn átti upptökin að, tókst að fækka slysum veru-
lega við slíkar aðstæður.
Með nákvæmari skráningu umferðarslysa er
auðvelt að finna slysagildrur í umferðinni, og
endurbætur, sem útrýma þeim, eru fljótar að borga
sig fyrir þjóðfélagið.
Umferðarráð mun á næstunni hefja öfluga áróð-
ursherferð til þess að reyna að draga úr mistökum
ökumanna. Sveitarstjórnir vilja ekki láta sitt eftir
liggja, og á fyrrnefndri ráðstefnu kom fram mikill
áhugi á öflugum aðgerðum sveitarfélaga gegn um-
ferðarslysum. í því skyni er nauðsynlegt að virkja
almenning til starfa m.a. með samvinnu við ýmis
félagasamtök, svo sem Slysavarnafélag íslands og
þjónustuklúbba byggðanna.
Margar sveitarstjórnir hafa komið á fót ráðgef-
andi umferðarnefndum, og er nauðsynlegt, að þær
séu virkar og að hlustað sé á tillögur þeirra. Nú er
unnið að samningu fyrirmyndar að samþykkt fyrir
umferðarnefndir, en eftir því hefur verið óskað.
íslendingar, eins og þjóðir í öðrum velferðarríkj-
um, gefa nú aukinn gaum að umhverfi byggða.
Hreint land og hættulaust umhverfi eru kröfur, sem
hvarvetna eru gerðar til sveitarstjórna og annarra
stjórnvalda.
Við getum aldrei útilokað umferðarslys, en við
getum fækkað þeim stórlega, — það sýnir reynslan
frá gildistöku hægri umferðar.
Ekki er nauðsynlegt að fella hægri umferð aftur
úr gildi, en það er hins vegar þjóðarnauðsyn, að við
nálgumst umferðina aftur með sama hugarfari og
við gerðum að morgni 26.maí 1968.
Bj'órn Friðjinnsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL