Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 6
aldur 0-6 7-l'i lb-16 I7-7U 21-.% 2i-iVi 6i- Mynd 1. Auknlng á aldursstuölaðri slysatíðni vegna um- ferðaróhappa á árunum 1976/77 og 1978/79/80. Niðurstöður Veruleg fjölgun á slysum varð milli tímabila sérlega meðal ungs fólks. Á fyrra tímabilinu reyndust tæp 50% af öllum slösuðum vera á aldrinum 0—20 ára, en á síðara tímabilinu rúm 50%. Athyglisvert er, að unglingum 15—20 ára er 4—5 sinnum hættara við sári eða bana í umferð en fólki 25—64 ára. Með hliðsjón af hinni háu slysatíðni meðal unglinga verður að fara vel ofan í saumana á ökukennslu og þeim reglum, er gilda um veitingu réttinda til þess að aka vélhjólum og bifreiðum. Ljöst er, að verulegum hluta unglinga er skilað út á götuna alls ófærum um að stjórna ökutækjum. Sumir álíta, að skrán- ing slysa sé betri hér en í nágrannalöndum og þar af leiðandi séu tíðnitölur slysa hærri hér en þar. Ná- kvæmni í skráningu látinna í umferðarslysum ætti þó að vera sambærileg, og því eru upplýsingar um fjölda þeirra hér. Samanburður við önnur lönd er okkur íslending- um óhagstæður, eins og sjá má í töflu I yfir breyt- ingarnar á dánartíðni í nágrannalöndunum vegna umferðarslysa á árunum 1970—1980 (Statistics of Road TrafTic Accidents in Europe United Nations 1981). Tafla I: 1970 = 100 1970 1975 1978 1979 1980 1. Finnland 100 86 58 62 52 Lögleidd ör- 2. Danmörk 100 68 70 60 57 yggisbelti 3. Svíþjóð 100 90 79 71 65 ásamt viður- 4. Noregur 100 96 78 78 65 lögum 1975 5. Bretland 100 85 91 85 83 Öryggis- 6. USA 100 85 96 97 belti ekki 7. Island 100 165 135 135 125 lögleidd Af' þessari töflu má sjá, að dánartíðni hefur stór- lækkað í löndum 1—4, enda er öryggisbeltanotkun þar 80—90% meðal ökumanna. Aftur á móti hefur Iítil breyting orðið á í löndum 5 — 7, þar sem öryggis- beltanotkun er 10—20%. Síðan hefur öryggisbeltanotkun verið lögleidd á Islandi án verulegs árangurs, enda engin viðurlög sett í lög. Aksturslengd á íbúa er nokkuð styttri hérlendis en almennt gerist annars staðar á Norðurlöndum.91 Hver er ástæða þess, að dánartíðni vegna umferðarslysa eykst á Islandi, en minnkar ann- ars staðar á Norðurlöndum? Aðstæður eru nokkuð ólíkar í þessum löndum, og allur samanburður orkar því tvímælis. Hér á eftir verða þó nefnd nokkur atriði, er hafa þýðingu við slíkan samanburð. SVEXTARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.