Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 6
aldur 0-6 7-l'i lb-16 I7-7U 21-.% 2i-iVi 6i- Mynd 1. Auknlng á aldursstuölaðri slysatíðni vegna um- ferðaróhappa á árunum 1976/77 og 1978/79/80. Niðurstöður Veruleg fjölgun á slysum varð milli tímabila sérlega meðal ungs fólks. Á fyrra tímabilinu reyndust tæp 50% af öllum slösuðum vera á aldrinum 0—20 ára, en á síðara tímabilinu rúm 50%. Athyglisvert er, að unglingum 15—20 ára er 4—5 sinnum hættara við sári eða bana í umferð en fólki 25—64 ára. Með hliðsjón af hinni háu slysatíðni meðal unglinga verður að fara vel ofan í saumana á ökukennslu og þeim reglum, er gilda um veitingu réttinda til þess að aka vélhjólum og bifreiðum. Ljöst er, að verulegum hluta unglinga er skilað út á götuna alls ófærum um að stjórna ökutækjum. Sumir álíta, að skrán- ing slysa sé betri hér en í nágrannalöndum og þar af leiðandi séu tíðnitölur slysa hærri hér en þar. Ná- kvæmni í skráningu látinna í umferðarslysum ætti þó að vera sambærileg, og því eru upplýsingar um fjölda þeirra hér. Samanburður við önnur lönd er okkur íslending- um óhagstæður, eins og sjá má í töflu I yfir breyt- ingarnar á dánartíðni í nágrannalöndunum vegna umferðarslysa á árunum 1970—1980 (Statistics of Road TrafTic Accidents in Europe United Nations 1981). Tafla I: 1970 = 100 1970 1975 1978 1979 1980 1. Finnland 100 86 58 62 52 Lögleidd ör- 2. Danmörk 100 68 70 60 57 yggisbelti 3. Svíþjóð 100 90 79 71 65 ásamt viður- 4. Noregur 100 96 78 78 65 lögum 1975 5. Bretland 100 85 91 85 83 Öryggis- 6. USA 100 85 96 97 belti ekki 7. Island 100 165 135 135 125 lögleidd Af' þessari töflu má sjá, að dánartíðni hefur stór- lækkað í löndum 1—4, enda er öryggisbeltanotkun þar 80—90% meðal ökumanna. Aftur á móti hefur Iítil breyting orðið á í löndum 5 — 7, þar sem öryggis- beltanotkun er 10—20%. Síðan hefur öryggisbeltanotkun verið lögleidd á Islandi án verulegs árangurs, enda engin viðurlög sett í lög. Aksturslengd á íbúa er nokkuð styttri hérlendis en almennt gerist annars staðar á Norðurlöndum.91 Hver er ástæða þess, að dánartíðni vegna umferðarslysa eykst á Islandi, en minnkar ann- ars staðar á Norðurlöndum? Aðstæður eru nokkuð ólíkar í þessum löndum, og allur samanburður orkar því tvímælis. Hér á eftir verða þó nefnd nokkur atriði, er hafa þýðingu við slíkan samanburð. SVEXTARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.