Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 9
REIÐHJOLASLYS
í MAÍ
Eftir Eiríku A. Friðriksdóttur, hagfræðing,
og Ólaf Ólafsson, landlækni
Árið 1975 ákvað norræna embættismannanef'nd-
in um neytendamál (NÁK) að athuga slysavalda og
tildrög slysa á Norðurlöndum, annarra en vinnu-
slysa. Árið 1977 voru athuguð slys í heimahúsum og
frístundum af völdum leikfanga. Þá kom í ljós, að
fjölmörg slys urðu af völdum reiðhjóla. Þessum
slysum hefur íjölgað með fjölgun reiðhjóla á síðustu
árum. Áætlaður íjöldi reiðhjóla hér á landi á miðju
ári 1981 var um 47.000. Ákveðið var að athuga
reiðhjólaslys í einn mánuð, 1, — 30. maí 1981, á
íslandi og í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, en í
Norcgi á tímabilinu sept,— nóv. s.á. Vitað er, að fá
reiðhjól komu til skráningar hjá lögreglu og eru því
ekki skráð í skýrslur Umferðarráðs. Þar af leiðandi
var ákveðið að vinna úr skýrslum slysadeildar Borg-
arspítalans. Fólksfjöldi á þjónustusvæði slysa-
deildarinnar var um 120.000 manns í maí 1981. Af
3346 sjúklingum, sem komu í fyrsta skipti á slysa-
deild Borgarspítalans í maí 1981, komu 142 vegna
reiðhjólaslysa eða 4,25%. Tilraun var gerð til að ná
sambandi við alla slasaða, og náðist í 116 sjúklinga
eða fjölskyldur, þegar um börn var að ræða. Eftir-
farandi töflur sýna nokkrar niðurstöður rann-
sóknarinnar.
Kennsla í umferðarregium skal sam-
kvæmt umferðarlögum fara fram f
grunnskolum, og koma hjólreiðar þar
mjög við sögu. Á ofanverðum þess-
um vetri fór fram í tilefni norræns
umferðaröryggisárs teiknimynda-
samkeppni meðal 11 ára nemenda f
skolum. Hlutskarpastur í þeirri sam-
keppni varð Stefán Þór Bjarnason í
Barnaskólanum á Eyrarbakka, og er
hann hér á myndinni á verðlaunum
sínum, reiðhjóli af D.B.S. gerð, er
Fálkinn hf. gaf til keppninnar. Fjögur
hundruð teikningar bárust í keppn-
inni. Ljósmyndina tók Gunnar Gelr
Vigfússon í ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu í Reykjavík.
SVEITARSTJÓRNARMÁL