Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 12
Stofnæðin komin að Hellu. Á myndinnl er Björn Karlsson. Ljósm. Karl Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri Fjarhitunar hf. vatni, en fljótlega var dregið úr dæl- ingu og eftir það dælt um það bil 25 1/sek. Vatninu er dælt úr holunni upp í miðlunartank á svokölluðum Nón- hamri, sem er skammt ofan við Laugaland, en þaðan fæst sjálfrennsli alla leið til Hvolsvallar. Aðveituæð hitaveitunnar er sam- anlagt 23 km að lengd, en þar af eru 10.7 km að Hellu. Stofnæðin liggur stytztu leið frá Laugalandi að Rauða- læk, en þaðan fylgir hún sem næst þjóðveginum austur, Suðurlands- vegi. Á leiðinni voru tengd stofnæðinni nokkur sveitabýli, sem eru innan hóflegra Qarlægðarmarka. Aðveituæðin er 250 mm asbestpípa og liggur í jarðvegsgarði að Hellu, en frá Hellu að Hvolsvelli er lögnin 200 mm pípa, sem er á þessum kaíla einangruð með polyurethanskálum að 2/3 hlutum, og eru þær vatnsvarð- ar með álhúð að innanverðu. Einangr- unin er framleidd hjá Berki hf. í Hafnarfirði. Er þetta nýjung í ein- angrun á asbestpípum, og virðist ætla að gefast vel. Eins og gert var ráð fyrir, kólnar vatnið nokkuð á þessari löngu leið. Þannig er 95°C heitt vatn frá borholunni komið á Hellu um það bil 75°C og komið í hús á Hvolsvelli um 65°C, en það er lágmarkshitastig og þar með mesta kólnun, sem reiknað hefur verið með allt frá fyrstu áætlun- um miðað við, að dælubúnaður og einangrun séu í lagi. Á svæði því, sem Hitaveitu Rangæinga er ætlað að sjá fyrir varma, eru um 1200 íbúar og sam- anlagt rúmlega 400 hús. Þar af voru, áður en hitaveitan tók til starfa, 222 hús eða 55% húsa með vatnshita- kerfi, en 183 eða um 45% með þil- ofna. Húsrýmið skiptist þannig, að um 166 þús. m3 eða um 64% voru með vatnskerfi, en um 94 þús. m3 eða um 36% með þilofna. I um það bil helming húsa, sem hituð voru með þilofnum, höfðu þilofnar verið settir á sl. fimm árum. Auk þéttbýlisstað- anna Hellu og Hvolsvallar nær hita- veitan til Rauðalækjar og Lyngáss í Holtahreppi, og gert er ráð fyrir, að allmargar jarðir í strjálbýli muni smám saman tengjast henni. Um þessar mundir mun rösklega helmingur húsa eða rúmlega 200 talsins af ríflega 400 hafa tengzt hitaveitunni, þar af um 130 á Hellu. Heildarkostnaður við hitaveitu- framkv'æmdirnar nam um sl. áramót um 60 millj. króna. Þar af var beinn framkvæmdakostnaður um 52 millj. króna, við lagnir á sveitabýli 2,6 millj. kr., áfallinn borunarkostnaður, sem hitaveitan yfirtók, 2,5 millj. kr. og greiðsla fyrir hitaréttindi á Lauga- landi 4,2 millj. kr. Afþessum kostn- aði hafa um 53 millj. króna verið fjármagnaðar með lánsfé, en um 7 millj. kr. með heimæðagjöldum. Þau eru að lágmarki 20 þús. kr. hjá þeim, er hafa olíukyndingu fyrir, en 15 þús. kr. hjá þeim, sem eru með rafmagns- þilofna. Upphafleg gjaldskrá hitaveitunnar var við það miðuð, að hitunarkostn- aður notenda næmi um 65% af ónið- urgreiddu olíuverði. Nokkrir erfiðleikar urðu í janúar og febrúarmáuði sl. með vatnsöflun úr borholu, og kom þá afturkippur í tengingar húsa við hitaveituna. Nú eru erfiðleikarnir með borholurnar yfirstaðnir, og er þá á ný kominn fullur kraftur í tengingarnar. Á kom- andi sumri er fyrirhugað að bora nýja holu, bæði til að auka vatns- magn og til að auka öryggi veitunnar. í fyrstu stjórn Hitaveitu Rang- æinga voru kosnir Árni Hannesson, hreppsnef'ndarmaður, ogjón Þorgils- son, sveitarstjóri, af hálfu Rangár- vallahrepps, Ólafur Sigfússon, sveit- arstjóri, og Sigursteinn Steindórsson, sýslubókari og fyrrv. hreppsnefndar- maður, af hálfu Hvolhrepps, og þeir Hermann Sigurjónsson í Raftholti, oddviti, og Jónas Sigurðsson í Brekk- um, hreppsnefndarmaður, af hálfu Holtahrepps. Stjórnarformður hita- veitunnar er Jón Þorgilsson, sveitar- stjóri Rangárvallahrepps. Forráðamenn hitaveitunnar gera ráð fyrir, að þegar um hægist og fram líða stundir, muni heita vatnið verða leitt á fleiri sveitabýli í þeim hrepp- um, sem að hitaveitunni standa, og síðar á fleiri bændabýli í næstu grannhreppum, enda þykir að hitaveitunni mikil búbót. Heimildir að frásögn þessari eru fréttatilkynning um stofnfund Hitaveitu Rangæinga, birt í Suður- landi 12. des. 1981, Fréttabréf Orku- stofnunar 1 1983, og samtöl við Jón Þorgilsson, sveitarstj., stjórnarform. Hitaveitu Rangæinga (HVR), Ólaf Sigfússon, stjórnarmann HVR og við verkfræðingana Karl Ómar Jónsson, framkvæmdastjóra og Sigþór Jó- hannesson hjá Fjarhitun hf., sem létu tímaritinu í té uppdráttinn á fremri síðunni. U.Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.