Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 12
Stofnæðin komin að Hellu. Á myndinnl er Björn Karlsson. Ljósm. Karl Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri Fjarhitunar hf. vatni, en fljótlega var dregið úr dæl- ingu og eftir það dælt um það bil 25 1/sek. Vatninu er dælt úr holunni upp í miðlunartank á svokölluðum Nón- hamri, sem er skammt ofan við Laugaland, en þaðan fæst sjálfrennsli alla leið til Hvolsvallar. Aðveituæð hitaveitunnar er sam- anlagt 23 km að lengd, en þar af eru 10.7 km að Hellu. Stofnæðin liggur stytztu leið frá Laugalandi að Rauða- læk, en þaðan fylgir hún sem næst þjóðveginum austur, Suðurlands- vegi. Á leiðinni voru tengd stofnæðinni nokkur sveitabýli, sem eru innan hóflegra Qarlægðarmarka. Aðveituæðin er 250 mm asbestpípa og liggur í jarðvegsgarði að Hellu, en frá Hellu að Hvolsvelli er lögnin 200 mm pípa, sem er á þessum kaíla einangruð með polyurethanskálum að 2/3 hlutum, og eru þær vatnsvarð- ar með álhúð að innanverðu. Einangr- unin er framleidd hjá Berki hf. í Hafnarfirði. Er þetta nýjung í ein- angrun á asbestpípum, og virðist ætla að gefast vel. Eins og gert var ráð fyrir, kólnar vatnið nokkuð á þessari löngu leið. Þannig er 95°C heitt vatn frá borholunni komið á Hellu um það bil 75°C og komið í hús á Hvolsvelli um 65°C, en það er lágmarkshitastig og þar með mesta kólnun, sem reiknað hefur verið með allt frá fyrstu áætlun- um miðað við, að dælubúnaður og einangrun séu í lagi. Á svæði því, sem Hitaveitu Rangæinga er ætlað að sjá fyrir varma, eru um 1200 íbúar og sam- anlagt rúmlega 400 hús. Þar af voru, áður en hitaveitan tók til starfa, 222 hús eða 55% húsa með vatnshita- kerfi, en 183 eða um 45% með þil- ofna. Húsrýmið skiptist þannig, að um 166 þús. m3 eða um 64% voru með vatnskerfi, en um 94 þús. m3 eða um 36% með þilofna. I um það bil helming húsa, sem hituð voru með þilofnum, höfðu þilofnar verið settir á sl. fimm árum. Auk þéttbýlisstað- anna Hellu og Hvolsvallar nær hita- veitan til Rauðalækjar og Lyngáss í Holtahreppi, og gert er ráð fyrir, að allmargar jarðir í strjálbýli muni smám saman tengjast henni. Um þessar mundir mun rösklega helmingur húsa eða rúmlega 200 talsins af ríflega 400 hafa tengzt hitaveitunni, þar af um 130 á Hellu. Heildarkostnaður við hitaveitu- framkv'æmdirnar nam um sl. áramót um 60 millj. króna. Þar af var beinn framkvæmdakostnaður um 52 millj. króna, við lagnir á sveitabýli 2,6 millj. kr., áfallinn borunarkostnaður, sem hitaveitan yfirtók, 2,5 millj. kr. og greiðsla fyrir hitaréttindi á Lauga- landi 4,2 millj. kr. Afþessum kostn- aði hafa um 53 millj. króna verið fjármagnaðar með lánsfé, en um 7 millj. kr. með heimæðagjöldum. Þau eru að lágmarki 20 þús. kr. hjá þeim, er hafa olíukyndingu fyrir, en 15 þús. kr. hjá þeim, sem eru með rafmagns- þilofna. Upphafleg gjaldskrá hitaveitunnar var við það miðuð, að hitunarkostn- aður notenda næmi um 65% af ónið- urgreiddu olíuverði. Nokkrir erfiðleikar urðu í janúar og febrúarmáuði sl. með vatnsöflun úr borholu, og kom þá afturkippur í tengingar húsa við hitaveituna. Nú eru erfiðleikarnir með borholurnar yfirstaðnir, og er þá á ný kominn fullur kraftur í tengingarnar. Á kom- andi sumri er fyrirhugað að bora nýja holu, bæði til að auka vatns- magn og til að auka öryggi veitunnar. í fyrstu stjórn Hitaveitu Rang- æinga voru kosnir Árni Hannesson, hreppsnef'ndarmaður, ogjón Þorgils- son, sveitarstjóri, af hálfu Rangár- vallahrepps, Ólafur Sigfússon, sveit- arstjóri, og Sigursteinn Steindórsson, sýslubókari og fyrrv. hreppsnefndar- maður, af hálfu Hvolhrepps, og þeir Hermann Sigurjónsson í Raftholti, oddviti, og Jónas Sigurðsson í Brekk- um, hreppsnefndarmaður, af hálfu Holtahrepps. Stjórnarformður hita- veitunnar er Jón Þorgilsson, sveitar- stjóri Rangárvallahrepps. Forráðamenn hitaveitunnar gera ráð fyrir, að þegar um hægist og fram líða stundir, muni heita vatnið verða leitt á fleiri sveitabýli í þeim hrepp- um, sem að hitaveitunni standa, og síðar á fleiri bændabýli í næstu grannhreppum, enda þykir að hitaveitunni mikil búbót. Heimildir að frásögn þessari eru fréttatilkynning um stofnfund Hitaveitu Rangæinga, birt í Suður- landi 12. des. 1981, Fréttabréf Orku- stofnunar 1 1983, og samtöl við Jón Þorgilsson, sveitarstj., stjórnarform. Hitaveitu Rangæinga (HVR), Ólaf Sigfússon, stjórnarmann HVR og við verkfræðingana Karl Ómar Jónsson, framkvæmdastjóra og Sigþór Jó- hannesson hjá Fjarhitun hf., sem létu tímaritinu í té uppdráttinn á fremri síðunni. U.Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.