Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 13
FIMMTIU ARA AFMÆLI BYGGÐAR Á HVOLSVELLI Samtal við Ólaf Sigfússon, sveitarstjóra Vorið 1933 voru aðalstöðvar Kaupfélags Hallgeirseyjar fluttar frá Hallgeirsey á bökkum Affalls á Landeyjasandi að Hvolsvelli í Hvolhreppi. Þessa vordaga árið 1933 kom flutningaskip í síðasta skipti með vörur upp að Landeyjasandi. Það var elzti Brúarfoss, sem kom með sement, skeifnajárn, girði, þvottaduft, þakpappír, nagla, trjávið og hrífuhausa frá Danmörku og með brýni, ullarballa, smjörsalt og sóta frá Englandi. Við Hallgeirsey í Austur- Landeyjahreppi hafði kaupfélagið haft bæki- stöð sína frá árinu 1920, en það var stofnað árið 1919. En erfitt var að flytja varninginn frá brimströndinni upp blautar mýrar í Landeyjun- um, og þegar árnar Þverá, Affall, Álar og Mark- arfljót voru brúuð og akvegasamband opnaðist um austurhluta Rangárvallasýslu og allt austur í Vestur-Skaftafellssýslu árið 1933, gjör- breyttust allir möguleikar til aðdrátta og sam- skipta. Haustið 1930 hafði Kaupfélag Rangæinga stofnað útibú á grundunum vestan við Stórólfshvol í Hvolhreppi, en enginn starfs- maður hafði þar búsetu. Á árinu 1932 var þar byijað að byggja yfir kaupfélagsstjórann, og bflstjóri hjá félaginu hóf einnig að reisa sér íbúðarhús. Og það var síðan árið 1933, að kaupfélagið flytur aðsetur sitt, eins og fyrr seg- ir, frá Hallgeirsey á Hvolsvöll og hefur þar verzlunarrekstur. Hinn 2. september 1933 var haldinn auka- fundur í sýslunefnd Rangárvallasýslu og kosin byggingarnefnd fyrir Hvolsvöll. Ennfremur var á sama fundi samþykkt, að sýslan kostaði vatnsveitu í nýju byggðina, og árið eftir var ennfremur ákveðið að verja Qármunum úr sýslusjóði til vatnsveitu til hinnar nýju byggðar. Byggðin á Hvolsvelli óx hægt framan af. Árið 1937 var sýslumannsembætti Rangæinga flutt frá Gunnarsholti á Hvolsvöll, símstöð reist árið 1942, en upp frá því rís hvert húsið af öðru, kaupfélagið eykur umsvif sín jafnt og þétt, það sameinast árið 1948 Kaupfélagi Rangæinga, sem hafði starfað frá árinu 1930 að Rauðalæk í Holtahreppi, og bar eftir það nafn þess. Á árinu 1930 voru í Hvolhreppi 222 íbúar, en tíu árum síðar, árið 1940, 225. Árið 1950 er íbúatala hreppsins 270, og þar af 96 til heimilis á Hvolsvelli. Árið 1960 er íbúatalan 319, þar af 142 á Hvolsvelli, árið 1970 442, þar af 242 á Hvolsvelli, árið 1980 702, þar 532 á Hvolsvelli og hinn 1. desember 1981 var íbúatala hrepps- ins 711, þar af 547 á Hvolsvelli. Við tókum tali Olaf Sigfússon, sveitarstjóra Hvolhrepps, en hann hefur verið oddviti hreppsins síðastliðinn hálfan annan áratug, á þessu miklu vaxtarskeiði byggðarinnar á Hvolsvelli. Við innum hann fyrst álits á hinum skjóta vexti byggðarinnar. Ólafur Slgfússon, sveitarstjóri. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.