Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 18
Félagsheimilið Hvoll, reist á árunum 1958-1960. Þar hefur hreppurinn rekið veltingasölu frá upphafi og reksturlnn
gengið mjög vel. Þar er áfangastaður margra á leiðlnni í Þórsmörk og inn á hálendið á sumrin.
hcr á sléttlcndinu, að við höfum annazt þctta sjálfir
í samvinnu við Skipulag ríkisins.“
— Rekur hreppurinn dagvistarheimili
barna?
,Já, og það hef'ur hreppurinn gert í tólf ár. Þcgar
við reistum iðngarða og stofnuðum til reksturs
saumastofu, þá var ráðizt í að kaupa hús og innrétta
sem dagvistarheimili barna, einkum mcð það í huga
að auðvelda húsmæðrum að komast til vinnu við
hinn nýja iðnað, t.d. hluta dags. Það rúmar milli 40
og 50 börn. Og það hefur gert mörgum konum kleift
að starfa úti, eins og sagt cr.“
— í Hvolhreppi hefur lengi verið aðsetur
héraðslæknis?
,Já, héraðslæknir Rangæinga haíði um langt ára-
bil, að ég ætla allt frá árinu 1834, aðsetur í Hvol-
hreppi, á Móeiðarhvoli og síðan á Stórólfshvoli.
Læknishéraðinu var skipt á árinu 1956, og eru nú í
sýslunni tvö læknishéruð, og er læknir á Hellu og á
Hvolsvclli. Að Hvolslæknishéraði standa, auk Hvol-
hrepps, Austur- og Vestur-Landcyjahrcppar,
Fljótshlíðarhrcppur og Vestur-Eyjafjallahreppur.
Ný heilsugæzlustöð er í smíðum í túnfætinum á
Stórólfshvoli, í útjaðri þorpsins, og verður hún tekin
í notkun hinn l. ágúst næstkomandi. Þá er í smíð-
um dvalarheimili aldraðra í námunda við hcilsu-
gæzlustöðina. Að því standa sömu hreppar og
80 standa að heilsugæzlustöðinni nema Vcstur-Land-
eyjahreppur. Fullgert mun dvalarheimilið rúma
fjörutíu manns, 16 í hjónaíbúðum og 24 í einstakl-
ingsherbergjum, en í fyrsta áfanga verður reist þjón-
ustumiðstöð og íbúðarhúsnæði undir um það bil
helming þess fjölda, sem ætlað er, að dvalarheimilið
rúmi fullgert."
— A ekki Hvolhreppur samstarf við þijá
aðra hreppa sýslunnar um skólamál?
,Jú, Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, Austur-
Landeyja- og Vestur-Landeyjahreppur hafa átt
með sér samstarf um skólamál á sviði unglinga-
fræðslu allt frá árinu 1966, og var fyrst kennt í
félagshcimilinu Hvoli, en í núverandi húsi frá árinu
1968. Hrcpparnir reka í sameiningu efri bekki
grunnskólafræðslunnar, þ. e. 7., 8. og 9. bekk
grunnskóla, en yngstu árgangar barnanna sækja
námið í skóla, sem hrcpparnir reka hver í sínum
hreppi. Fram hefur farið á Hvolsvelli kennsla, sem
svarar til 1. og 2. bckkjardeildar iðnskóla. Þá er
Tónlistarskóli Rangæinga sameiginlegur fyrir alla
sýsluna. Skólinn hefur fengið sem bækistöð gamla
barnaskólahúsið á Hvolsvelli, en kennsla fer fram á
mörgum stöðum í sýslunni. Nemendur eru um tvö
hundruð að tölu. Nýtt grunnskólahús hefur verið
reist, og flutti grunnskólinn starfsemi sína í það
haustið 1981. Aður hafði tekið til starfa gagnfræða-
skóli í hluta byggingarinnar. Þar fór fram kennsla
til landsprófs í samstarfi þeirra íjögurra hreppa,
sem standa sameiginlega að samstarfinu um skóla-
haldið."
SVEITARSTJÓRNARMÁL