Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 20
Leigu- og sölufbúðir, sem Hvolhreppur relsti fyrlr
nokkrum árum. Samtals byggði hreppurinn sex íbúðlr, og
af þeim á hann eina. Allar Ijósmyndirnar með greininni tók
Gunnar G. Vigfússon, er hann og ritstjóri heimsóttu
Hvolsvöll hinn 14. apríl sl.
— Er ekki bókasafn til húsa undir sama þaki?
,Jú, í tcngslum við skólahúsið cr byggt áí'ast hús
undir Héraðsbókasafn Rangæinga. Að því stendur
öll sýslan. Einnig er með því rekið skólabókasafn.
Bókasafnið hafði um árabil verið til húsa í gamla
barnaskólahúsinu, cn slæm húsakynni þar höfðu
lcngi staðið bókasafninu fyrir þrifum.“
— Hvernig búið þið að félagslífi unga
fólksins?
„Ungmennafclagið Baldur á Hvolsvclli hcfur haft
svo til ótakmarkaða aðstöðu til íþróttaiðkana í fé-
lagsheimilinu, en aðalsalur þess er jöfnum höndum
notaður sem fimleikasalur, og fer þar fram leikfimi-
kcnnsla skólanna. Lengi hefur verið á Hvolsvelli
malarknattspyrnuvöllur, en nú í sumar verða hafn-
ar framkvæmdir við sundlaug, sem verður 25 m á
lengd. í framhaldi af því verða reist íþróttahús og
sameiginlcgt ltús undir búningsaðstöðu fyrir sund-
laugina og íþróttahúsið. Jafnframt verður gerður
grasknattspyrnuvöllur, væntanlcga þegar á þessu
sumri. Jarðvegur á svæðinu er ákjósanlegur án
mikils tilkostnaðar. Þessi íþróttamannvirki verða
reist á skólalóðinni.“
— Hvaðan eru íbúar Hvolsvallar komnir?
„íbúarnir hafa að mestu leyti komið úr
Hvolhreppi og úr nágrannabyggðunum. Þetta gcr-
ist yfirleitt þannig, að ungt fólk fer að stunda vinnu
á staðnum, ílendist þar, byggir og stofnar heimili
þar. Nokkrir Vestmannaeyingar, sem hingað komu
eftir Heimaeyjargosið, urðu kyrrir, en mjög lítið
hefur verið um það, eins og margir halda, að fólk
hafi komið hingað í sambandi við atvinnu við virkj-
anir á hálendinu.“
— Hversu lengi hefur þú starfað að hrepps-
málum í Hvolhreppi?
„í fyrra voru tuttugu ár síðan ég var fyrst kosinn í
hreppsnefnd Hvolhrepps, á árinu 1962, og þegar
Páll Björgvinsson, þáv. oddviti, féll frá á árinu
1967, var ég kosinn oddviti og var það þangað til á
seinasta ári, en þá var ég ráðinn sveitarstjóri
hreppsins. Ég hefi þó verið starfsmaður hreppsins
sem oddviti sl. sextán ár, og hcfur hreppurinn haft
skrifstofu í félagsheimilinu Hvoli. Þar heíi ég lengst
af verið einn á skrifstofu. Nú er í smíðum nýtt
stjórnsýsluhús, þar sem hreppurinn fær skrif-
stofuhúsnæði ásamt fleiri stofnunum hins opinbera,
eins og áður segir, og verður þar aðstaða undir
þessar stofnanir til nokkurrar frambúðar."
— Hverjar eru framtíðarhorfur með þróun
byggðar á Hvolsvelli?
„Þróun byggðar á Hvolsvelli er algerlega háð
atvinnumögulcikum. Við erum komnir í gott veg-
arsamband, þorpið mjög vel í sveit sett og höfum í
næsta nágrenni stórt atvinnusvæði með þéttbýlum
sveitum. A Hvolsvelli ríkir mikil veðursæld. Þar er
gott byggingarland og ódýrt að byggja. Hitaveitan
breytir lífsafkomu fólksins og hlýtur að skapa
atvinnumögulcika. Ég sé ekki annað en að plássið
hafi góða framtíðarmöguleika. Landrými er nóg,
fólkið er mjög samhent og góður andi ríkjandi."
Við samningu formála og samtalsins var hafður
stuðningur að því er ártöl og aðrar heimildir varðar
af ritunum Rangárþing 1974, útgef. Þjóðhátíðar-
nefnd Rangárvallarsýslu, grein um Hvolsvöll eftir
Pálma Eyjólfsson í ritinu Sunnlenzkar byggðir, út-
gef. Búnaðarsamband Suðurlands 1982, kafla um
Hvolsvöll í Landið þitt, Bókaútgáfan Orn og Or-
lygur 1981, og af' fleiri heimildum, ónef'ndum.
Unnar Stefánsson.
SVEITARSTJÓRNARMÁL