Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 22
fjallaði sérstaklega um skipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavík- urflugvallar, en nú væri áhugi á að endurskipuleggja samstarfsfbrm sveitarfélaganna á Suðurnesjum um skipulagsmál. Umræður urðu á fundinum um fyrirkomulag þeirra mála. Jakob Líndal, nemi í skipulags- fræðum, gerði á fundinum grein fyrir verkefni, er hann vinnur að varðandi svæðisskipulag fyrir Suðurnes í heild. Rakti hann hugmyndir sínar um alla meginþætti mannlegra samskipta á svæðinu og fyrirkomulag þjónustu og uppbyggingar hennar á svæðinu. Einnig samgöngur. Skipulagssýning Fundarmenn skoðuðu síðan sýningu, er sett hafði verið upp í veitingahúsinu Bergási, þar sem Jakob Líndal kynnti á veggjum og á líkönum útfærslu hugmynda sinna um framtíðarskipulag Suðurnesja. Ályktanir fundarins Á fundinum voru gerðar svofelldar ályktanir: Staðarval orkufreks iðnaðar „Aðalfundur SSS 1982 leggur áherzlu á, að við staðarval orkufreks iðnaðar verði fremur lögð áherzla á hagkvæmni með tilliti til orku, sam- gangna, mannafla, hafnaraðstöðu, hráefnis og annarra ytri skilyrða heldur en á þröng byggðasjónarmið. Aðalfundurinn beinir því til þing- manna kjördæmisins, að þeir gæti hagsmuna Suðurnesja, hvað þessi mál snertir, til hins ýtrasta.“ Rannsóknum verði hraðað „Aðalfundur SSS 1982 fagnar þeirri niðurstöðu, sem fram kemur í frumkönnun staðarvalsnefndar, að þrír staðir á Suðurnesjum, Helguvík, Vogarstapi og Vatnsleysuvík, komi sterklega til greina fyrir næstu stór- iðju á íslandi. Aðalfundurinn hvetur til þess, að rannsóknum á svæðum þessum verði hraðað eftir mætti og mælist til, að sv'eitarstjórnir á Suðurnesjum veiti alla þá aðstoð og stuðning, sem nauð- synlegur er og óskað verður eftir.“ Dregið verði úr misvægi atkvæða „Aðalfundur SSS 1982 skorar á Al- þingi það, er nú situr, að samþykkja nauðsynlegar breytingar á stjórnar- skrá og kosningalögum, svo dregið verði úr því gífurlega misvægi at- kvæða, sem nú er orðið milli kjördæma. Aðalfundurinn telur nokkra fjölg- un þingsæta á engan hátt útilokaða, náist samkomulag ekki um aðrar leiðir að því marki. Aðalfundurinn v'ekur athygli á hinni sérstæðu þróun þessara mála í Reykjaneskjördæmi frá 1959 og ítrek- ar hann enn sérstöðu Suðurnesja." Kosning á svæðisskipulagsnefnd „Aðalfundur SSS 1982 samþykkir að fela stjórn sambandsins að fá úr því skorið hjá félagsmálaráðherra og skipulagsstjórn, hvernig standa skuli að kosningu í svæðisskipulagsnefnd. Sveitarstjórnir meti síðan og ákveði þátttöku í nefndinni." Stjórn SSS í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til eins árs höfðu verið tilnefndir, einn frá hverju aðildar- sveitarfélagi: Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflav'ík; Eiríkur Alex- andersson, bæjarstjóri í Grindav'ík; Áki Gránz, bæjarfulltrúi í Njarðvík- um; Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Gerðahreppi; Jón K. Ólafsson, sveit- arstjóri í Miðneshreppi; Leifur ísaks- son, sveitarstjóri í Vatnsleysu- strandarhreppi, og Þórarinn St. Sig- urðsson, sveitarstjóri í Hafnahreppi. Leifur Isaksson var fljótlega eftir aðalfundinn kosinn formaður sam- bandsins. Endurskoðendur SSS voru kjörnir Hilmar Pétursson, bæjarfulltrúi, og Jón Hólmgeirsson, bæjarritari. Fráfarandi stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ásamt þáv. fram- kvæmdastjóra, í fremrl röð talið frá vinstri: Eiríkur Alexandersson, þáv. bæjar- stjóri í Grindavík, sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSS, Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri i Sandgerði, Sveinn R. Eiðsson, þáv. sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, og Stefán Ó. Jónsson, þáv. sveitarstj. í Gerðahreppi og núv. bæjarstjóri á Selfossi. í aftari röð standandi, frá vinstri: Þórarinn St. Sigurðsson, sveitarstjóri Hafnahrepps, Albert K. Sanders, bæjar- stjóri í Njarðvíkum, Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, og Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri SSS, sem lézt hinn 30. janúar sl. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.