Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 22
fjallaði sérstaklega um skipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavík- urflugvallar, en nú væri áhugi á að endurskipuleggja samstarfsfbrm sveitarfélaganna á Suðurnesjum um skipulagsmál. Umræður urðu á fundinum um fyrirkomulag þeirra mála. Jakob Líndal, nemi í skipulags- fræðum, gerði á fundinum grein fyrir verkefni, er hann vinnur að varðandi svæðisskipulag fyrir Suðurnes í heild. Rakti hann hugmyndir sínar um alla meginþætti mannlegra samskipta á svæðinu og fyrirkomulag þjónustu og uppbyggingar hennar á svæðinu. Einnig samgöngur. Skipulagssýning Fundarmenn skoðuðu síðan sýningu, er sett hafði verið upp í veitingahúsinu Bergási, þar sem Jakob Líndal kynnti á veggjum og á líkönum útfærslu hugmynda sinna um framtíðarskipulag Suðurnesja. Ályktanir fundarins Á fundinum voru gerðar svofelldar ályktanir: Staðarval orkufreks iðnaðar „Aðalfundur SSS 1982 leggur áherzlu á, að við staðarval orkufreks iðnaðar verði fremur lögð áherzla á hagkvæmni með tilliti til orku, sam- gangna, mannafla, hafnaraðstöðu, hráefnis og annarra ytri skilyrða heldur en á þröng byggðasjónarmið. Aðalfundurinn beinir því til þing- manna kjördæmisins, að þeir gæti hagsmuna Suðurnesja, hvað þessi mál snertir, til hins ýtrasta.“ Rannsóknum verði hraðað „Aðalfundur SSS 1982 fagnar þeirri niðurstöðu, sem fram kemur í frumkönnun staðarvalsnefndar, að þrír staðir á Suðurnesjum, Helguvík, Vogarstapi og Vatnsleysuvík, komi sterklega til greina fyrir næstu stór- iðju á íslandi. Aðalfundurinn hvetur til þess, að rannsóknum á svæðum þessum verði hraðað eftir mætti og mælist til, að sv'eitarstjórnir á Suðurnesjum veiti alla þá aðstoð og stuðning, sem nauð- synlegur er og óskað verður eftir.“ Dregið verði úr misvægi atkvæða „Aðalfundur SSS 1982 skorar á Al- þingi það, er nú situr, að samþykkja nauðsynlegar breytingar á stjórnar- skrá og kosningalögum, svo dregið verði úr því gífurlega misvægi at- kvæða, sem nú er orðið milli kjördæma. Aðalfundurinn telur nokkra fjölg- un þingsæta á engan hátt útilokaða, náist samkomulag ekki um aðrar leiðir að því marki. Aðalfundurinn v'ekur athygli á hinni sérstæðu þróun þessara mála í Reykjaneskjördæmi frá 1959 og ítrek- ar hann enn sérstöðu Suðurnesja." Kosning á svæðisskipulagsnefnd „Aðalfundur SSS 1982 samþykkir að fela stjórn sambandsins að fá úr því skorið hjá félagsmálaráðherra og skipulagsstjórn, hvernig standa skuli að kosningu í svæðisskipulagsnefnd. Sveitarstjórnir meti síðan og ákveði þátttöku í nefndinni." Stjórn SSS í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til eins árs höfðu verið tilnefndir, einn frá hverju aðildar- sveitarfélagi: Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflav'ík; Eiríkur Alex- andersson, bæjarstjóri í Grindav'ík; Áki Gránz, bæjarfulltrúi í Njarðvík- um; Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Gerðahreppi; Jón K. Ólafsson, sveit- arstjóri í Miðneshreppi; Leifur ísaks- son, sveitarstjóri í Vatnsleysu- strandarhreppi, og Þórarinn St. Sig- urðsson, sveitarstjóri í Hafnahreppi. Leifur Isaksson var fljótlega eftir aðalfundinn kosinn formaður sam- bandsins. Endurskoðendur SSS voru kjörnir Hilmar Pétursson, bæjarfulltrúi, og Jón Hólmgeirsson, bæjarritari. Fráfarandi stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ásamt þáv. fram- kvæmdastjóra, í fremrl röð talið frá vinstri: Eiríkur Alexandersson, þáv. bæjar- stjóri í Grindavík, sem nú hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSS, Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri i Sandgerði, Sveinn R. Eiðsson, þáv. sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, og Stefán Ó. Jónsson, þáv. sveitarstj. í Gerðahreppi og núv. bæjarstjóri á Selfossi. í aftari röð standandi, frá vinstri: Þórarinn St. Sigurðsson, sveitarstjóri Hafnahrepps, Albert K. Sanders, bæjar- stjóri í Njarðvíkum, Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri í Keflavík, og Haraldur Gíslason, framkvæmdastjóri SSS, sem lézt hinn 30. janúar sl. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.