Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 25
höfuðborgarsvæðinu — SSH — um samruna samtakanna, svo og við full- trúa Byggðasjóðs og félagsmálaráðu- neytisins vegna Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga varðandi framlög til hinna sameinuðu samtaka. Formaður gerði einnig grein fyrir ársreikningum SASÍR. Voru þeir síð- an bornir undir atkvæði og sam- þykktir. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings 1.9.1981—31.8.1982 voru kr. 353.406.— og efnahagsreiknings pr. 31.8.1982 kr. 702.530,- Krísuvíkurskóli Samþykkt var á fundinum að kjósa tvo fulltrúa til þess að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsókna um nýtingu Krísuvíkurskólans og að leitast við að koma húsinu sem fyrst í notkun. Þeim tilmælum var beint til SSS, Hafnarfjarðarbæjar og menntamála- ráðuneytisins að tilnefna einnig full- trúa til þessa verkefnis. I nefnd þessa voru kjörnir Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Magnús Erlendsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Eignaraðilar Krísuvíkurskóla eru öll sveitarfélögin í Reykjaneskjör- dæmi, 15 að tölu, svo og Vestmanna- eyjakaupstaður, og er eignarhlutur þeirra í skólahúsinu samanlagt 25%, en ríkisins 75%. Fram kom á fundinum, að raf- magn og hita vanti í húsið, til þess að unnt sé að koma því í notkun, og að viðræður hefðu farið fram við fulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar um mögu- leika á að leysa þann vanda. Sala húseignar í Garöabæ Þá var á fundinum samþykkt til- laga stjórnarinnar um að selja hús- eign SASÍR við Garðaflöt 16—18 í Garðabæ, enda náist samningar við bæjarstjórn Garðabæjar um viðun- andi kaupverð. Jafnframt var sam- þykkt að skipta söluandvirðinu milli viðkomandi sveitarfélaga í réttum eignarhlutföllum. Fræðsluráö Reykjanes- umdæmis Á fundinum voru kjörnir í fræðslu- ráð Reykjaneskjördæmis þeir Guð- mar Magnússon, bæjarfulltrúi, Sel- tjarnarnesi; Ólafur Je ns Pétursson, tækniskólakennari í Kópavogi; Bene- dikt Sveinsson, lögfr. og varabæjar- fulltrúi í Garðabæ, og Sigurður Símonarson, æfingakennari og vara- hreppsnefndarfulltrúi í Mosfells- hreppi. Fræðsluráð er sameiginlegt með Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesj- um, fulltrúar þess í fræðsluráðinu eru Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri í Keflavík, Ingólfur Aðalsteinsson, bæjarfulltrúi í Njarðvík, og Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grinda- vík. Samruni SASÍR og SSH Tillagan, er samþykkt var á fund- inum, um sameiningu SASÍR og SSH, var svofelld: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Reykjanesumdæmi (SASÍR), haldinn í Félagsheimili Kópavogs 11. desember 1982, samþykkir, að frá og með 1. janúar 1983 verði samtökin lögð niður í núverandi mynd og við hlutverki SASlR taki Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu SSH sem hin eiginlegu landshlutasamtök eftirtalinna sveitarfélaga: Reykja- víkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mos- fellshrepps, Bessastaðahrepps, Kjal- arneshrepps og Kjósarhrepps. Frá sama tíma nýtur SSH þeirra framlaga úr Jöfnunarsjóði og Byggðasjóði, sem SASÍR hefur notið.“ Samningur um Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins Um það hefur verið samið, að hin nýstofnuðu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eigi aðsetur á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- ins, og var á fundinum lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, þar sem tilkynnt var, að borgarráð heíði sam- þykkt samkomulag Reykjavíkurborg- ar og SSH varðandi samning um Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðis- Myndina tók Ljósmyndastofa Suðurnesja af þátttakendum f skoðunar- og kynnisferð sveitarstjórnarmanna úr SASÍR til sveitarstjórnarmanna í SSS hinn 18. september 1981. Gestirnir skoðuðu skrifstofur SSS að Brekkustíg 36 í Njarðvík, saltverksmiðjuna á Reykjanesi og Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og sátu hádegisverðarboð SSS í Stapa í Njarðvíkum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.