Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 29
Úr fundarsal á fjármálaráðstefnunnl á Hótel Sögu. Vlnstra megin við borðið má sjá Borgnesinga, þá Ingigerði Jónsdóttur og Halldór Brynjúlfsson, hreppsnefndarfulltrúa, Svein Árnason, skrifstofustjóra, og Guðbrand Brynjúlfsson, oddvita Hraunhrepps, bróður Halldórs. Handan borðsins sitja Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri, og Georg Hermannsson, hrepps- nefndarmaður, en aftan við hann má greina Sigurð Rúnar Friðjónsson, hreppsnefndarmann i Uaxárdalshreppi. mæli til framkvæmda á undanförnum árum. Nú verður erfiðara að fá ný lán, og kostnaður lánsQár hefur hækkað svo mikið, að einungis bráðnauðsyn- legar eða arðbærustu framkvæmdir sveitarfélag- anna geta réttlætt lántöku. Um tekjustofna sveitarfélaga Ég nefndi það, að kaupmáttur tekna sveitarfélag- anna hefði minnkað á þessu ári. Utsvarið er miðað við tekjur næstliðins árs, og þegar verðbólga er jafn mikil á greiðsluárinu og raun ber vitni, dregur það stórkostlega úr verðgildi þess fyrir sveitarsjóði. Einungis staðgreiðsla útsvara getur lagfært þetta, en ólíklegt er, að sú skipan komist á í bráð. Verðbólgan hefur hins vegar haft þau áhrif, að gjaldstofn fasteignagjalda hefur vaxið mikið, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu. Menn skyldu þó ekki treysta því, að svo verði framvegis. Við þær aðstæður, sem nú hafa skapazt í fjármálum þjóðar- innar, getur svo farið, að þessi gjaldstofn hækki mun minna en verðbólgunni nemur á næsta ári, og kemur það þá fram við álagningu fasteignagjalda á árinu 1984. Aðstöðugjaldsstofninn er talinn munu aukast um 50—55% á þessu ári og aðstöðugjaldstekjur næsta árs í samræmi við það. Hér fer þó eftir aðstæðum. Sums staðar hefur niðurfall loðnuveiða haft þau áhrif, að umsvif fyrirtækja hafa minnkað, og land- búnaðurinn á við mikla örðugleika að etja eins og kunnugt er. Verzlun hefur þó víðast hvar aukizt mikið á árinu í samræmi við hagstætt verð á inn- fluttum varningi og óeðlilegan innflutning á fyrri hluta ársins. Líkur eru nú á, að aðstöðugjaldsstofninn dragist saman á næsta ári miðað við fast verðlag, þannig að tekjur af aðstöðugjaldi rýrni að mun á árinu 1984. Sveitarfélögin líta því mjög alvarlegum augum þær tillögur, sem nú mun unnið að í iðnaðar- og félagsmálaráðuneytunum og sem fela í sér skerðingu á aðstöðugjöldum til hagsbóta ákveðnum atvinnugreinum. f>að er skoðun okkar, að sveitarfélögin cigi að hafa nokkurt svigrúm til þess að beita álagn- ingarheimildum sínum og að ríkisvaldið geti ekki skert þær bótalaust í því skyni að bæta hluta atvinnulífsins upp vanefndir á gefnum loforðum af ríkisins hálfu. Það skal nú bætt í héraði, sem á hallast á Alþingi. Ég ítreka því mótmæli Sambands íslenzkra sveitarfélaga gegn þeim breytingum á álagningarheimildum sveitarfélaga varðandi aðstöðugjöld, sem nú eru í undirbúningi. 91 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.