Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 39
KLEMENS TRYGGVASON, hagstofustjóri: SKIL OG FRÁGANGUR ÁRSREIKNINGA SVEITARFÉLAGA Erindi flutt á fjármálaráöstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga 22. nóvember á Hótel Sögu Ég hef mál mitt með því að þakka Sambandi ísl. sveitarfélaga fyrir að fá tækifæri til að koma á framfæri mikilvægum atriðum varðandi frágang og skil ársreikninga sveitarfélaga. Skýrslur Hagstofunnar um fjármál sveitarfélaga hafa verið gefnar út frá og með reikningsárinu 1952. Síðan 1963 hafa verið gefin út hagskýrsluhefti með niðurstöðum sveitarsjóðareikninga fyrir 3 ár í einu. Síðasta út komið hefti er fyrir árin 1975—77. Þar eð upplýsingar, sem birtast í þessum heftum sveitar- sjóðareikninga, eru orðnar nokkuð gamlar, er þau koma út, hefur Hagstofan síðustu árin birt einu sinni á ári í Hagtíðindum nokkrar meginniðurstöð- ur reikninga sveitarfélaga, síðast úr reikningum 1978 í septemberblaði Hagtíðinda 1981. Það er einkum tvennt, sem frá upphafi hefur torveldað þessa skýrslugerð: Annars vegar það, að mörg sveitarfélög, og þar á meðal svo að segja allir kaupstaðirnir, hafa ekki skilað reikningum á hinu lögskipaða formi, sem þeim er þó skylt að gera samkvæmt 59. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 58/1981. Hefur Hagstofan því orðið að fella alla slíka reikninga inn í það reikningsform, svo að reikningar verði sæmilega sambærilegir. Þetta er mjög tímafrekt verk, og það, sem verra er: hætta er á því, að sitthvað fari úrskeiðis við þessa aðgerð, meðal annars vegna ókunnugleika þess, sem vinnur verkið á Hagstofunni. Hitt atriðið, sem hefur staðið þessari skýrslugerð fyrir þrifum, eru mjög síðbúin skil margra sveitarfé- laga á ársreikningum þeirra. Og því miður hefur keyrt um þverbak í þessu efni síðustu árin, eins og ég mun gera nánari grein fyrir hér á eftir. A sínum tíma var á vegum Sambands ísl. sveitar- félaga skipuð ncfnd til að gera tillögur um sam- ræmdan bókhaldslykil fyrir sveitarfélögin. í henni átti meðal annarra sæti fulltrúi frá Hagstofunni. Nefnd þessi skilaði tillögum í nóvember 1977. í framhaldi af þessu beindi Samband ísl. sveitarfé- laga í bréfi dags. 24. ágúst 1979 þeim tilmælum til Hagstofunnar, að hún tæki upp nýtt form fyrir skil á ársreikningum sveitarfélaga. í bréfi þessu sagði svo: „Það er skoðun sambandsins, að Hagstofa ís- lands gæti mjög stuðlað að upptöku hins nýja reikningsforms sveitarfélaganna, ef eyðublaðaformi Hagstofunnar fyrir sveitarfélagareikninga yrði breytt til samræmis sbr. áðurgreinda tillögu. Með tilvísun til framanritaðs er þess eindregið farið á leit við yður, herra hagstofustjóri, að þér hlutizt til um, að ákvörðun verði tekin hið allra fyrsta um hið breytta form á eyðublaði Hagstofunn- ar fyrir ársreikninga sveitarfélaga og hið nýja eyðu- blaðaform sent sem allra fyrst út til sveitarfélaga ásamt skýringum til kynningar. Jafnframt væri nauðsynlegt, að hið nýja eyðublaðaform yrði kynnt á hinni árlegu fjármálaráðstefnu sambandsins, sem væntanlega verður haldin um miðjan nóvember nk. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.