Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 46
að um 45 millj. kr. til gatna- og holræsagerðar og framlag úr 25% sjóðnum hefir numið um 39 millj. kr. til þcttbýlisstaða utan Reykjavíkur. Alls nemur þetta aðfengna fé því um 113 millj. kr. á þessu 7 ára tímabili, miðað við verðlag 1981. Því miður liggja ekki fyrir upplýsingar um kostn- að þessara framkvæmda, svo að fullyrða megi um hlutdcild sveitarfélaganna sjálfra, en víst er, að hún er mjög mikil. í Framkvæmdastofnun hafa verið unnar skýrslur um ástand gatnakerfis í þéttbýli í lok hvers árs miðað við upphafsárið 1976, þar eð ekki hafa legið fyrir tölur í árslok 1975. Er hér átt við lengd gatna í hverju cinstöku þéttbýlissveitarfélagi og hve mikill hluti þess væri bundinn slitlagi. Skýrslur þessar cru býsna fróðlegar, þar sem þær sýna ástand þessara mála á hvcrjum og einum stað og hvað áunnizt hefir. Tíu ára verkefni í upphaíi áætlunartímabilsins var stefnt að því að koma gatnakerfi viðkomandi þéttbýlisstaða í viðun- andi horf á 10 árum. í Reykjavík voru 85% gatna- kerfis með bundnu slitlagi árið 1975, en upplýsingar um aðra staði það ár eru ófullkomnar. í árslok 1976 voru í þéttbýlisstöðum utan Rcykja- víkur um 30% gatna með bundnu slitlagi og í árslok 1981 er þctta hlutfall komið upp í rúmlega 55%. Lengdaraukning þessara gatna er samtals 215 kíló- metrar eða um 118% á þessum 5 árum. Mcðal- aukning á ári er þá 43 kílómetrar. Ef mögulegt reyndist að halda slíkum framkvæmdahraða, tæki 5 ár í viðbót, eða til ársloka 1987, að ná 90% marki bundins slitlags af heildargatnakerfi þéttbýlisstaða. Væri það að sjálfsögðu mikill og merkur áfangi, sem náðst hefði á 13 árum, og í námunda við það, sem Reykjavík hefir búið við nú um nokkurt skcið og skarað hefir framúr. Eramhald þcssa verkcfnis í eitt til tvö ár í viðbót, eða fram á árið 1989, mundi ná því marki, að allar götur þéttbýlisstaða væru lagðar bundnu slitlagi, scm að sjálfsögðu cr það ákjósanlegasta, og væru verkefnin upp frá því einungis bundin stækkun gatnakcrfisins og viðhaldi þess. 108 Hvort svo vel miði áfram, er að sjálfsögðu komið Tveir nýlr úr Keflavík á fjármálaráðstefnu, sitjandi vlð borðið til vinstri Kristinn Guðmundsson, nýr bæjarfulltrúi þar, og til hægri Sæþór Fannberg, sem tók við starfi sem bæjarritari þar í septembermánuði síðastliðnum. undir því, hvert verður hið cfnahagslega árferði á næstu tímum, hversu miklum framkvæmdum sveit- arfélögin og einstaklingar fái undir risið. Eg fullyrði hins vegar, að ekki er nein hreyfmg innan Framkvæmdastofnunar að hverfa frá þessu verkefni, heldur miklu fremur að styðja það og styrkja, enda blandast fæstum hugur um, að vel hefir til tekizt, og sjón er sögur ríkari, hvar sem leiðir liggja um landið, og enn er hér mikið verk að vinna. Aður en ég lýk þessu stutta yfirliti yfir aðild Framkvæmdastofnunar að íjármögnun gatnagerðar í þéttbýli, væri ekki úr vegi að fara örfáum orðum um verklegan þátt þessara mála, scm tengist fram- leiðslu þess efnis, sem hvað algengast cr, að notað sé til lagningar bundins slitlags í þcttbýli, en það er olíumöl. Olíumöl hf. Eins og mörgum er kunnugt, var á árinu 1970 stofnað félagið Olíumöl hf. Að stofnun þcss stóðu 12 sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi og 3 verktakafvr- irtæki, þ.e. Miðfell hf., Hlaðbær hf. og Véltækni hf. Eignarhluti sveitarfélaganna skyldi vera 55% og verktakanna 45%. Árið 1973 gcrðist félagið Átak Stá aðili að Olíumöl hf. Átak Stá var fclag 9 sveitar- SVEITARSTJÓRN ARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.