Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 47
fclaga á Vcstíjörðum um samræmdar aðgerðir í gatnagcrðarmálum, og varð aðild þcss félags að Olíumöl hf. til að auðvelda kaup á færanlegri blönd- unarstöð, sem hentaði betur til framleiðslu úti á landsbyggðinni. Framlciðsla Olíumalar hf. var að % hlutum scld sveitarfélögum og ýmsum einkaaðilum, en að '/3 hluta Vegagerð ríkisins. Sala félagsins til annarra en Vegagerðarinnar nam árin 1974—1980 um 270 þús. tonnum. Rekstur Olíumalar hf. gekk erfiðlega, og orsakað- ist það fyrst og fremst af því, að verkefni reyndust ekki næg miðað við afkastagetu fyrirtækisins. A árinu 1980 var fyrirtækið komið í greiðsluþrot. Á því ári og fyrri hluta árs 1981 voru í gangi miklar umræður um framtíð félagsins. Útvegsbanki og fjár- málaráðuneyti beittu sér mjög fyrir lausn á þcssu máli, og mjög var lagt að Framkvæmdastofnun að veita málinu liðsinni. Þessu lyktaði síðan á þann veg, að stofnað var nýtt félag, Hraðbraut hf’., er keypti eignir Olíumalar hf. Hlutafé hins nýja félags er 5 milljónir króna, og er hlutafjáraðild þannig: l’ramkvæmdasjóður 33.0% Útvegsbanki íslands 26.0% Ríkissjóður 23.5% Miðfell hf. 10.0% Norsk Fina 7,5% Á árinu 1981 nam sala félagsins 73 þús. tonnum, þar af 40 þús. til sveitarfélaga, og árið 1982 nemui salan 70 þúsund tonnum, þar af 52 þús. tonnum til sveitarfélaga. Hve mikið áttu eftir? Viltu koma í kapp um það, hvor okkar verður fyrri til að sjá bundið slitlag á öllum götum bæja okkar? Það eru sveitarstjórarnir i kauptúnunum við austanverðan Húnaflóa, sem hér ætla að veðja, Eyþór Elíasson á Blönduósi til vinstri og Lárus Ægir Guðmunds- son á Skagaströnd til hægri. En þetta er grelnilega allt í góðu. Það var skoðun stjórnar Framkvæmdastofnunar, að endalok þeirrar starfsemi, sem Olíumöl hf. hafði rekið, væru mjög bagaleg, bæði fyrir framkvæmdir við gatnagerð í þéttbýli sem og fyrir lagningu bund- ins slitlags á þjóðvegi landsins. Það var af þeim ástæðum, að stjórn Framkvæmdastofnunar ákvað, að Framkvæmdasjóður gerðist aðili að hinu nýja félagi. Að vísu þyrftu verkefnin að vera meiri. Mun- ar þar mestu um, að Vegagerð ríkisins hefir um sinn dregið við sig notkun olíumalar, en aukið þess í stað notkun svonefndrar klaéðningar. En vissulega verða verkcfni á vegum sveitarfélaganna, en í hve ríkum mæli fer eftir fjárhagsgetu þcirra á næstu árum. ÞÉTTBÝLISFÉ OG 25% SJÓÐUR Árlega er 12'/2% af heildartekjum vegamála varið til lagningar þjóðvega í kaupstöðum og kauptún- um, sem hafa 200 íbúa og fleiri, og fer skipting fjárins eftir íbúafjölda þéttbýlisstaðanna. Áður en til skipt- ingar kemur, er íjórðungi fjárhæðar- innar þó ráðstafað til að flýta gerð vega með bundnu slitlagi, þar sem sérstök ástæða þykir til að ljúka ákveðnum áfanga eða til að stuðla að hagkvæmari vinnubrögðum, eins og segir í 34. gr. í V. kafla vegalaga, þar sem fjallað er um þjóðvegi í kaup- stöðum og í kauptúnum. Fjár\æit- inganefnd ráðstafar þessari upphæð að fengnum tillögum vegamálastjóra. Á árinu 1982 urðu umræddir 12V2 hundraðshlutar vegafjár samtals 42,9 millj. króna, og þar af úthlutaði fjárveitinganefnd 10,7 millj. króna. Fjármagn þetta kom í hlut 36 kaupstaða og kauptúnahreppa. Einn þeirra hlaut yfir eina milljón króna, sjö hlutu milli 500 þús. og einnar millj. kr., átta milli 250 og 500 þús. kr. og 20 minna en 250 þús. króna. Þremur íjórðu hlutum þétbýlisfjárins 32,2 millj. króna var skipt jafnt eftir íbúatölu sveitarfélaganna, sem voru 65 að tölu, og skiptitalan var kr. 156,80. Er þá unnt að reikna út hlut hvers sveitarfélags með því að marg- falda með henni íbúatölu þess hinn 1. desember 1981. Samkvæmt tillögu að vegaáætlun, sem lögð var fyrir Alþingi nú eftir áramótin, en varð ekki afgreidd, er gert ráð fyrir, að þéttbýlisféð hækki milli áranna 1982 og 1983 um 55 af hundraði. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.