Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 49
liggur í augum uppi, að það getur ekki verið góð nýting á fjármunum að vera t.d. með sjúkrahús í byggingu í 10 ár, án þess að nokkur hluti þess sé tekinn í notkun. Hér verð ég að segja, að ábyrgð sveitarstjórnar- manna er ærin. Ekki er svo lítið upp úr því lagt að koma af stað húsgrunni, þótt ekki sé annað. Eg hef ckki trú á, að það þjóni hagsmunum sveitarfélaga, né hcldur ríkis, að þannig sé að verki staðið. Ncfnum dæmi: A grunnskólastigi er unnið að 277 framkvæmdum samtímis, 219 eru í byggingu og 58 á hönnunar- og undirbúningsstigi. Miðað við þá fjárhæð, sem í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1983 stendur, þ.e. 81 m.kr., jafngildir þetta tæpum 300 þús. kr. til sér- hverrar framkvæmdar. Annað dæmi: A sviði heilbrigðismála er unnið að 51 verkefni samtímis. 36 heilsugæzlustöðvar eru í byggingu og 15 sjúkrahús. Til þessa flokks eru á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi ætlaðar 83 m.kr., en það jafngild- ir um 1,6 m.kr. til sérhverrar framkvæmdar. 3. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Ein eru þau lög, sem margir sveitarstjórnarmenn þekkja og hafa reynt, en það eru lög nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. Eg ætla að stikla á örfáum atriðum þessara laga til glöggvunar fyrir þá, sem til þeirra ekki þekkja. Undirbúningi að opinberum framkvæmdum er í lögum skipt í nokkur meginþrep: 1. Frumathugun á byggingarframkvæmd. 2. Áætlunargerð um framkvæmdir og rekstur. 3. Verklegar framkvæmdir. 4. Skilamat. Þá er í lögum kveðið á um tvo nýja stjórnarþætti: Annars vegar er samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. í henni eiga sæti formaður fjárveit- inganefndar, forstöðumaður Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins og hagsýslustjóri. Hlutaðeigandi ráðuneyti hafa rétt til að eiga full- trúa á fundum nef'ndarinnar, þar sem fjallað er um Þeir bera saman bækur sínar á fjármálaráðstefnunnl, Ölvlr Karlsson, oddviti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, til vinstri og Stefán Þórðarson, sveitarstjóri á Grenivík í Grýtubakkahreppi, til hægri. mál, sem eru innan verksviðs þeirra, enda eru það ráðuneytin, sem leggja mál fram. Þegar ncfndin fjallar um sameiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfclaga, á fulltrúi Sambands íslenzkra sveitar- félaga rétt á að sitja fundi hennar, nema sveitarfélag óski sjálft eftir að tilnefna fulltrúa til fundarsetu. Það er reyndin, að fulltrúar sveitarfélaga, oft þeir, sem í byggingarnefndum sitja, koma á fundi sam- starfsnefndarinnar. Samstarfsnefndin hefur það hlutverk að leiða saman sjónarmið eignaraðila opinberrar fram- kvæmdar á undirbúnings- og framkvæmdastigi og rannsaka frumathugun og áætlun, sem er undanfari verklegra framkvæmda. Hinn stjórnunarþáttur laganna, sem til er vitnað, eru ákvæði um stofnun og hlutverk Framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar ríkisins, sem sér um verklegar f'ramkvæmdir, en um starfsemi fram- kvæmdadeildar ætla ég ekki að ræða að sinni. Lög um skipan opinberra framkvæmda hafa stundum sætt nokkurri gagnrýni, og um kosti þeirra og galla má halda langar ræður. Vegna þcssara laga er eðlilega töluvert samband sveitartjórna eða full- trúa þeirra og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar. Það verður að segja tæpitungulaust, að mörgum sveitarstjórnarmanninum þykir hægt ganga í henni Reykjavík, og oft er agnúazt út í seinagang og þvermóðsku samstarfsnefndar um opinberar frarn- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.