Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Blaðsíða 50
kvæmdir. Samstarfsnef'nd og Framkvæmdadeild IR ciga sjálfsagt skilið sitt. Framhjá hinu verður ekki litið, að ábyrgð sveitarstjórna er í mörgum tilvikum nokkur, þegar um sameiginleg byggingarverkefni ríkis og sveitarfélaga er að ræða. Oft virðist mér mcnn gróflega vanmeta undirbúningsvinnu að byggingum. Hönnunarvinna á öllum meiri háttar byggingum tekur ærinn tíma, og oft reynist það nú þannig, að þegar vel er að undirbúningi staðið, þá skilar slíkt sér á síðari byggingarstigum. Staðreynd málsins er því sú, að þó svo einhverjir fjármunir séu á fjárlögum ætlaðir til t.d. heilsugæzlustöðvar, þá er ærinn vegur, þar til sú heilsugæzlustöð kann að vera fullreist og tekin til starfa. 4. Uppgjör milli ríkis og sveitarfélaga Það var ætlun mín, þegar ég fór að huga að efni til umfjöllunar, að draga saman yfirlit um þann þátt fjármálasamskipta ríkis og svcitarfélaga, sem stund- um er kallað „uppgjörshalar". Lagaklásúlur í þessu sambandi eru ekki til umræðu nú, en það liggur fyrir, að ríkið leggur fram verulega fjármuni, sem myndar kröfu á sveitarfélögin, og síðan öfugt. Aður en ég geri grein fyrir nokkrum tölum í þcssu tilliti, virðist mér eftirfarandi liggja fyrir: ífyrsta lagi er það tilfinning mín, þegar harðnar á dalnum, eins og í ár, þá velti sveitarfélögin nokkru af fjárhagsvanda sínum yfir á ríkið með drætti á uppgjöri og auknum skuldum um hver áramót. 1 annan stað eru það verulegir fjármunir og fjár- kröfur, sem árlega færast milli sveitarfélaga og ríkis- ins. Mér vitanlega hefur það aldrei verið dregið saman í heild, hvaða stærðir um er að tefla, t.d. um hver áramót. Undanfarna daga var gerð tilraun til að draga upp heildarmynd af þessu dæmi, en án þess að það tækist. Eg geri grein fyrir nokkrum atriðum þessa máls hér á eftir. Sérstaklega skal tekið fram, að ekki er verið að tala um gjaldfallnar kröfur í öllum tilvikum. Á sviði almannalrygginga skulduðu sveitarfélögin 50 millj. kr. í árslok 1980. Sú skuld nam 67 millj. kr. í árslok 1981 og nemur nú, í lok september 1982, 113 m.kr. Hér vegur langþyngst skuld sveitarfélaga vegna barnsmeðlaga. Skuld vegna þessa nam í árs- byrjun 56 m.kr., og ætla má, að hún nemi um 100 m.kr. í árslok. Allur varasjóður lífeyristrygginganna og meira til er bundið í meðlagagreiðslum. Lögum samkvæmt er það Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, sem gerir upp þessi útgjöld. Skuld sveitarfélaga við Atvinnuleysistryggingasjóð í árslok 1980 nam um 8,0 millj. kr., og í árslok 1981 nam hliðstæð skuld 9,4 m.kr. í lok september sl. nam þessi skuld 23,0 m.kr., og vegur því þyngst skuld Reykjavíkurborgar, sem jafnan er gerð upp í heildaruppgjöri Reykjavíkurborgar og ríkis. Á móti þessu læt ég mér detta í hug, að menn bendi á, að ríkið sé skuldseigt sveitarfélögunum vegna reksturs sjúkrahúsanna. Samkvæmt lögum eru sjúkrahúsin, þ.e. daggjaldahúsin, rekin á ábyrgð sveitarstjórna. Ég hygg, að það sé nánast eingöngu Reykjavíkurborg, sem bindur allnokkurt rekstrarfé í Borgarspítalanum. Onnur sveitarfélög hafa ekki tal- ið sér fært að hlaupa undir bagga, þegar rekstrar- örðugleikar steðja að. Því er ekki að leyna, að hér tel ég, að sveitarfélögin hafi allt of lítil afskipti og alltof litla ábyrgð. Þcss má geta, að horfur eru á, að halli daggjaldssjúkrahúsanna verði á annað hundrað millj. kr. á árinu 1982, en það jafngildir 15-16% halla af veltu. Á sviði skólamála, þ.e. grunnskóla, snýr dæmið þannig, að ríkið skuldaði sveitarfélögunum tæpar 14 m.kr. um síðustu áramót. Um áramót 1980/81 nam skuld ríkisins vegna þessa liðar 11 m.kr. Þegar þessar tölur eru metnar, ber þó að hafa í huga, að samkvæmt grunnskólalögum skulu sveitarfélögin leggja út allan kostnað vegna reksturs grunn- skólanna, cn ríkið endurgreiða. Á sviði vegamála gildir sú regla, að 12 '/2% af mörkuðum tekjum vegasjóðs skal varið til þjóðvega í þéttbýli. 75% fjárins rennur til hlutaðeigandi sveitarfélaga samkvæmt höfðatölureglunni svonefndu. Árið 1981 var þannig úthlutað 28,5 m.kr. Um áramót voru óútgreiddar 7,3 m.kr. Ut- greiðslur ráðast af tvennu: Annars vegar fram- kvæmdahraða hjá sveitarfélögum, hins vegar af því, hvernig markaðir tekjustofnar innheimtast. Uthlut- un 1980 nam 18,1 m.kr., en skuld um áramót nam 3,2 m.kr. Varðandi dagheimili gildir sú regla, að ríkið SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.