Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Side 55
ÓSKAR ÞÓR SIGURBJÖRNSSON
bæjarfulltrúi, Ólafsfirði:
OLAFSFIRÐINGAR SWS
Á NORRÆNU VINABÆJAMÓTI
í LOVISA í FINNLANDI
Árið 1977 varð Ólafsíjörður aðili að vinabæja-
samstarfi á Norðurlöndum, en aðrir aðilar að því
samstarfi eru bæirnir Lovisa í Finnlandi, Karls-
krona í Svíþjóð, Horten í Noregi og Hilleröd í
Danmörku.
í júní sl. var haldið vinabæjamót í Lovisa, en þau
eru haldin annað hvert ár, til skiptis í bæjunum
fimm.
Um 50 manna hópur frá Ólafsfirði tók þátt í
mótinu í Lovisa að þessu sinni, flestir félagar í
Kirkjukór Ólafsfjarðar, makar og börn, auk þess
fulltrúar bæjarins, Norræna félagsins o.fl. félaga og
stofnana í Ólafsfirði.
Kirkjukórinn ásamt tvöföldum kvartett innan
hans sá um framlag Ólafsfirðinga til dagskrár
mótsins.
Siglt til Helsinki
Flogið var til Stokkhólms með viðkomu í Osló 7.
júní sl. Meðan beðið var brottf’arar ferjunnar, sem
gengur milli Stokkhólms og Helsinki, gafst tækifæri
til að ganga um Gamla Stan í Stokkhólmi og taka
lagið í Storkyrkan þar í hverfmu.
Siglingin með ferjunni Finlandia, sem er 26 þús.
tonn að stærð og flaggskip skipafélagsins Silja Line,
var hreint ævintýri. Siglingarleiðin gegnum sænska
skerjagarðinn er fögur, og aðbúnaður fyrir hina
2000 farþega var eins og á beztu skemmtiferða-
skipum, mörg veitingahús, verzlanir, fríhöfn, sauna
og allt, sem nöfnum tjáir að nefna.
Ólafsfirðingar settust flestir að veglegri veizlu-
máltíð á einum veitingastaðnum um kvöldið, og
margir fengu sér snúning fyrir háttinn, enda lék
hljómsveit fyrir dansi fram eftir nóttu.
Hríðarhraglandi í Lovisa
Þegar stigið var á land í Helsinki að morgni 8.
júní, beið fulltrúi vinabæjarins eftir hópnum, og var
ekið sem leið liggur til Lovisa um 90 km austur af
Helsinki í héraðinu Östra Nyland. Þar voru miklir
og óvenjulegir kuldar, rniðað við árstíma, eftir
hitabylgju tveimur vikum fyrr. Gerði oft hríðarél
fyrstu dagana. Þess má geta, að við brottför hópsins
Nokkrir ferðafélaganna um borð í M.S. Finlandia. Árni G.
Stefánsson, fararstjóri, lengst til vinstri, og Óskar Þór
Sigurbjörnsson, greinarhöfundur, lengst til hægri á
myndinni. H7
SVEITARSTJÓRNARMÁL