Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 56
Kirkjukór Ólafsfjarðar og tvöfaldur kvartett koma fram á
útihátíð í skemmtigarði í Lovisa.
var um 20 stiga hiti á íslandi, og mönnum varð
ljóst, að víðar getur snjóað að sumarlagi en í Ólafs-
firði.
Innar í landinu snjóaði, og næturfrost eyðilögðu
gróður; skordýr og fuglar drápust. Ekki var
ástandið svo slæmt í Lovisa, sem er 10 þús. manna
bær nálægt suðurströndinni með fjölmennt að-
liggjandi hérað. Hafnarbær Lovisa heitir Valkorn,
og íslcndingar þekkja hann úr skipafréttunum, og
litlu austar er borgin Kotka.
í Lovisa hafa sænskumælandi menn verið fjöl-
mennari en þeir finnskumælandi þar til nú. A
bæjarstjórnarfundum og á mannamótum flytja
menn mál sitt á sænsku fyrst, en síðan aftur á
finnsku, og öll skilti í bænum eru á báðum málun-
um. Okkur var tjáð, að á næsta ári yrði öllu snúið
við. Finnska verður fyrsta mál, en sænska kemur á
eftir.
Finnar tóku okkur mjög elskulega og flestum,
sem kunnu eitthvert hrafl í „skandinavisku“, gekk
vel að komast í samband við sænskumælandi Finna.
Verra var mcð þá, sem aðeins töluðu finnsku, en
þeir virtust ekki margir þar um slóðir.
Mótsdagarnir
118 Vinabæjamótið sjálft stóð frá 10, —12. júní, og
SVEITARSTJÓRNARMÁL
munu 3—400 gestir hafa sótt það auk heimamanna.
Var það ein samfelld stórhátíð. Hófst það með
hátíðlegri mótssetningu á hinu veglega torgi bæjar-
ins og messu í sænsku kirkjunni, sem fór fram á
finnsku, sænsku, norsku, dönsku og íslenzku, og
annaðist sóknarprestur okkar, séra Hannes Örn
Blandon, íslenzka þáttinn. Kirkjukór Ólafsfjarðar
söng við mcssuna.
Síðdegis sama dag voru sérstakir kirkjutónleikar,
þar sem kórinn söng undir stjórn SofRu M. Egg-
ertsdóttur, söngstjóra. Á söngskránni voru íslenzk
lög, kirkjuleg tónlist, þjóðlög og ættjarðarlög.
Eékk kórinn ágæta aðsókn og undirtektir, og
ítarlega var fjallað um söng hans í blöðum héraðs-
ins. Þess má geta, að allar konur í kórnum komu
fram í íslenzka þjóðbúningnum, og vakti það mikla
athygli. Mikið bar einnig á þjóðbúningum ann-
ars staðar frá Norðurlöndum, meðan á mótinu stóð.
Auk kórsins komu fram á tónleikum þessum
danskur orgelleikari og þrír Einnar, orgelleikari,
trompetleikari og einsöngvari.
Síðari dag mótsins kom kórinn enn fram á útihá-
tíð í skemmtigarði bæjarins ásamt tvöföldum kvart-
ett karla. Var söngur kórsins hljóðritaður, og
heyrðu einhverjir kórfélagar hann síðar alveg óvænt
í útvarpinu í Helsinki.
Margt var gert til að skemmta gestum þessa daga
og sífelldar veizlur hinna ýmsu félagasamtaka og
stofnana á kvöldin.
Sérstök ástæða er til að lofa þátt safnaðanna í
Lovisa í móttökunum, en ílestir Ólafsfirðinganna
voru gestir þeirra.
Farið var í skoðunarferðir m.a. í keisaravilluna í
Langinkoski, en þar var fyrrum laxveiðisetur
Rússakeisara. Kirkjurnar í Perná og Pyttis frá 14.
öld voru skoðaðar og einnig kjarnorkuverið í Hást-
holmen nálægt Lovisa, en það hefur þá sérstöðu að
hafa aldrei verið umdeilt, enda buðu heimamenn
fram land undir það til að fá það í nágrennið.
Lokahóf vinabæjamótsins var stórkostleg
„samnorræn" veizla með skemmtiatriðum, dans-
sýningum, hljómlist og dansi á eftir, og verður veizla
þessi viðstöddum ógleymanleg.
Næsta mót verður á næsta ári í Horten í Noregi,
en 1986 má búast við, að röðin komi að Ólafsfirði.