Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 59

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 59
Opinber móttaka fyrir Ólafsfirðinga í ráðhúsinu í Lovisa. Gildi norræns samstarfs Þrátt fyrir að Ólafsfjörður hafi verið aðili að vinabæjasamstarfi síðan 1977, hefur þátttaka af okkar hálfu verið lítil, þar til nú. Að vísu hafa fulltrúar bæjarstjórnar sótt afmælishátíð í Karls- krona í Svíþjóð og skíðamcnn farið til þjálfunar og keppni í Lovisa, en ferðin í sumar var fyrsta þátt- taka í vinabæjamóti, og var að mínum dómi mynd- arlega af stað farið. Ég held, að eftir svo vel heppn- aða og vandræðalausa ferð hafi okkur skilizt, að þrátt fyrir smæð okkar þurfum við enga minnimátt- arkcnnd að hafa gagnvart samstarfsaðilum okkar. Okkur var tekið sem jafningjum; til okkar voru gerðar sömu kröfur og annarra, og framlag okkar til mótsins var meira en margra annarra. rungumálaeríiðlcikar reyndust minni en ætlað var. Menn hugðust fyrirfram grípa til ensku, cf allt um þryti, en það reyndist ckki nauðsynlegt, þegar á hólminn var komið, og allt að því óviðeigandi í norrænu samstarfi. Ahugi ferðafélaganna á Norður- landamálunum hefur stóraukizt við kynnin, sem voru mjög persónuleg, því auk sameiginlcgrar, opinberrar dagskrár skiptist hópurinn mjög oft upp og sótti samkvæmi og fundi á vegum bæjar- stjórnanna, safnaðanna, unglinga- og íþróttasam- takanna, kvenfélaganna, sparisjóðanna, Rótary- klúbbanna og fleiri samtaka. Einnig bjuggu margir á heimilum gestgjafanna. Góð kynni tókust við fulltrúa f'rá Horten, Karls- krona og Hilleröd, sem þarna voru. Lciddu þau til þess, að áður en ferðinni lauk, höfðum við heimsótt þrjá af fjórum vinabæjum okkar, þótt ekki væri það ætlunin í upphaíi f'erðar. Sá mikli áhugi og sómi, sem okkur og landi okkar var sýndur í þessari ferð, hefur opnað augu okkar fyrir gildi norræns samstarf's og nauðsyn þcss að rækta það og efla tengsl við þá menningarheild, sem Norðurlöndin eru og við tilheyrum fyrst og f'remst. Við Olafsfirðingar hyggjum því gott til þátttöku í vinabæjamóti í Horten í Noregi á næsta ári og stefnum ótrauðir að því að bjóða hinum norrænu vinum okkar heim til okkar árið 1986. Jafnframt hvetjum við önnur bæjarfélög, sem ekki haí'a reynt slíkt samstarf, að gcra það. Það er þess virði. 121

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.