Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Síða 60
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
tæknifræðingur:
SORPBRENNSLU-
OFNAR
Algengasta aðferð við eyðingu
sorps og úrgangs hefur verið að
aka því í haug í fjörum eða á
afvikinn stað á landi. Víðast hvar
cr cldur borinn að haugnum öðru
hverju, og í beztu tilfellum eru
jarðvinnslutæki látin jarða
hauginn af og til. Þessum opnu
sorphaugum fylgir mikill máva-
og rottugangur.
Undanfarið hafa einstaka
sveitarfélög gert tilraunir til þess
að brenna sorpi í steyptum köss-
um eða sorpofnum. Þessir
steyptu sorpofnar geta verið ca. 3
m á breidd, 5 m á lengd og 4 m á
hæð. Jarðfylling er að ofnunum á
þrjá vegu, þannig að hægt er að
losa sorp beint af bíl ofan frá.
Sorpofninn er opinn í annan
endann eða með járnrimlahurð
fyrir, þannig að trekki að sorpinu
við brennsluna. Að brennslu
lokinni er járnrimlahliðið opnað
MÁL
og öskunni frá sorpinu mokað út.
Ollu lífrænu efni í sorpinu er
þarna vandlega eytt og því engin
hætta á rottu eða mávi.
Við byggingu steyptra sorp-
brennsluofna hefur það verið
vanmetið, hve lítinn hita venjuleg
steypa þolir. Hitinn í sorp-
brennsluofni virðist geta aflagað
gler, og má því reikna með, að
hann geti orðið 600— 700°C.
Sæmilegt brot- og togþol getur
verið í ójárnbentri steypu, sem
hitnar nokkur hundruð gráður,
cn ef steypan er járnbent, þá
þenst bendijárnið mun meira en
SVEITARSTJÓRNARMÁL