Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Page 66
KYNNING SVEITAR- STJÓRNAR- MANNA SIGURÐUR GUNNARSSON, hagfræðingur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Búðahreppi og tók til starfa hinn 1. ágúst sl. Sigurður er fæddur í Reykjavík hinn 30. desember 1950, og eru for- eldrar hans þau Jenny Jakobsdóttir og Gunnar Á. Ingvarsson, endur- skoðandi. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970 og prófi í hagsögu og hag- fræði frá Uppsalaháskóla árið 1980. Hann hefur verið skólastjóri grunn- skólans í Hrísey síðan. Sigurður er kvæntur Unni S. Bragadóttur, og eiga þau eitt barn. ÓLI BJÖRGVINSSON, fv. oddviti Búlandshrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins, en þar, þ. e. á Djúpavogi, hefur ekki áður starfað sveitarstjóri. Óli er fæddur 16. apríl árið 1942 á Djúpavogi, og eru foreldrar hans Dagmar Snjólfsdóttir og Björgvin Björnsson. Óli lauk landsprófi frá Al- þýðuskólanum á Eiðum árið 1960, var verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi í tíu ár, árin 1964— 1974, og hefur síðan unnið að málefnum hreppsins sem oddviti og haft það sem aðalstarf. Óli var kos- inn í hreppsnefnd Búlandshrepps árið 1974 og jafnframt oddviti hreppsins og hefur verið það, þangað til hann var ráðinn sveitarstjóri að loknum seinustu hreppsnefndarkosn- ingum. Kvæntur er Óli Ólöfu Óskarsdótt- ur Guðnasonar frá Höfn í Hornafirði, og eiga þau tvö börn. JÓHANNES BJÖRNSSON, fv. oddviti, hefur verið ráðinn sveitar- stjóri í Ytri-Torfustaðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. í hreppnum eru um 250 íbúar, þar af nær 100 á Laugarbakka, þar sem myndazt hef- ur vísir að þéttbýli. Ytri-Torfustaða- hreppur er næst fámennasti hreppur- inn, sem ráðið hefur sveitarstjóra í fast starfog eini hreppurinn, þar sem íbúar strjálbýlis eru í meirihluta hreppsbúa. Jóhannes Björnsson er fæddur 1. janúar árið 1930 að Þverá í Núpsdal í Miðfirði, og eru foreldrar hans hjón- in Ingibjörg Jónsdóttir og Björn Guðmundsson, bóndi þar. Hann stundaði nám í héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði, sótti síðan námskeið í Kennaraskólanum og hlaut kennsluréttindi. Hann hefur síðan verið skólastjóri í Staðarhreppi í Hrútafirði og í Fljótum í Skagafirði og síðast skólastjóri grunnskólans á Laugarbakka. Jóhannes hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, verið for- maður ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði og Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu. Hann hefur átt sæti í hreppsnefnd og verið oddviti Ytri-Torfustaðahrepps frá árinu 1958 og átt sæti í sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu fyrir hrepp- inn frá árinu 1978. Hann hefur verið hreppstjóri Ytri-Torfustaðahrepps frá l.júlí 1982. Kvæntur er Jóhannes Helgu Jó- hannesdóttur frá Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi, og eiga þau fimm börn. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.