Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1983, Qupperneq 66
KYNNING SVEITAR- STJÓRNAR- MANNA SIGURÐUR GUNNARSSON, hagfræðingur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Búðahreppi og tók til starfa hinn 1. ágúst sl. Sigurður er fæddur í Reykjavík hinn 30. desember 1950, og eru for- eldrar hans þau Jenny Jakobsdóttir og Gunnar Á. Ingvarsson, endur- skoðandi. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970 og prófi í hagsögu og hag- fræði frá Uppsalaháskóla árið 1980. Hann hefur verið skólastjóri grunn- skólans í Hrísey síðan. Sigurður er kvæntur Unni S. Bragadóttur, og eiga þau eitt barn. ÓLI BJÖRGVINSSON, fv. oddviti Búlandshrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins, en þar, þ. e. á Djúpavogi, hefur ekki áður starfað sveitarstjóri. Óli er fæddur 16. apríl árið 1942 á Djúpavogi, og eru foreldrar hans Dagmar Snjólfsdóttir og Björgvin Björnsson. Óli lauk landsprófi frá Al- þýðuskólanum á Eiðum árið 1960, var verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi í tíu ár, árin 1964— 1974, og hefur síðan unnið að málefnum hreppsins sem oddviti og haft það sem aðalstarf. Óli var kos- inn í hreppsnefnd Búlandshrepps árið 1974 og jafnframt oddviti hreppsins og hefur verið það, þangað til hann var ráðinn sveitarstjóri að loknum seinustu hreppsnefndarkosn- ingum. Kvæntur er Óli Ólöfu Óskarsdótt- ur Guðnasonar frá Höfn í Hornafirði, og eiga þau tvö börn. JÓHANNES BJÖRNSSON, fv. oddviti, hefur verið ráðinn sveitar- stjóri í Ytri-Torfustaðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. í hreppnum eru um 250 íbúar, þar af nær 100 á Laugarbakka, þar sem myndazt hef- ur vísir að þéttbýli. Ytri-Torfustaða- hreppur er næst fámennasti hreppur- inn, sem ráðið hefur sveitarstjóra í fast starfog eini hreppurinn, þar sem íbúar strjálbýlis eru í meirihluta hreppsbúa. Jóhannes Björnsson er fæddur 1. janúar árið 1930 að Þverá í Núpsdal í Miðfirði, og eru foreldrar hans hjón- in Ingibjörg Jónsdóttir og Björn Guðmundsson, bóndi þar. Hann stundaði nám í héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði, sótti síðan námskeið í Kennaraskólanum og hlaut kennsluréttindi. Hann hefur síðan verið skólastjóri í Staðarhreppi í Hrútafirði og í Fljótum í Skagafirði og síðast skólastjóri grunnskólans á Laugarbakka. Jóhannes hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, verið for- maður ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði og Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu. Hann hefur átt sæti í hreppsnefnd og verið oddviti Ytri-Torfustaðahrepps frá árinu 1958 og átt sæti í sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu fyrir hrepp- inn frá árinu 1978. Hann hefur verið hreppstjóri Ytri-Torfustaðahrepps frá l.júlí 1982. Kvæntur er Jóhannes Helgu Jó- hannesdóttur frá Hamarshjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi, og eiga þau fimm börn. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.