Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 9

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 9
TILKYNNING FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTINU: ALMENNAR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR MUNU FARA FRAM 23. MAÍ1998 sbr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. • Kosið er almennt bundinni hlutfallskosningu. Óbundin kosning fer fram ef enginn framboðslisti berst fyrir lok framboðsfrests. • Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 28. mars 1998. • Sveitarstjórnarmaður sem skorast vill undan endurkjöri við óbundnar kosningar skal tilkynna yfirkjörstjórn þá ákvörðun sína fyrir kl. 12 á hádegi 2. maí 1998. • Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi 2. maí 1998. • Framlengdur framboðsfrestur ef aðeins kemur fram einn listi rennur út kl. 12 á hádegi 4. maí 1998. • Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir. • Sveitarstjórn skal semja og staðfesta kjörskrá á grundvelli kjörskrárstofns sem Hagstofa íslands (þjóðskrá) lætur í té. • Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði um kosningarrétt og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 2. maí 1998. • Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar undirritar kjörskrá. • Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 13. maí 1998 og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma. • Kjörskrá skal hggja frammi til kjördags. • Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár er fram að kjördegi og er sveitarstjórn heimilt að gera breytingar á kjörskránni fram á kjördag. • Sveitarstjórn skal tilkynna þeim er máhð varðar um breytingar á kjörskrá strax og slík ákvörðun hggur fyrir. • Sveitarstjórn skal afhenda oddvita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá þegar hún hefur verið endanlega imdirrituð. • Yfirkjörstjórn auglýsir hvar kjörstaðir eru, hvenær kjörfundur hefst og hvenær honum lýkur. • Kjörfimdur getur hafist á tímabilinu kl. 9 árdegis til kl. 12 á hádegi og skal slíta eigi síðar en kl. 22 á kjördag. • Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrir- vara á undan kosningum. • Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. • Við lok talningar skal tilkynna úrslit kosninga og skal sérstaklega getið hve margir atkvæðaseðlar eru auðir og hve margir ógildir. • Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrshtum kosninga. Félagsmálaráðuneytið, 12. mars 1998.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.