Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 10
AFMÆLI
Séö yfir hátíðarsvæðið á Hóteltúni föstudaginn 4. júlí.
Byggðarlag í sókn
Eitt hundrað ára afmælis byggðar á Höfn
í Hornafirði minnst á árinu 1997
Gísli Sverrir Arnason, forseti bœjarstjórnar Hornafjarðar
íbúar Homafjarðar héldu upp á eitt hundrað ára af-
mæli byggðar á Höfn á þessu ári með nágrönnum sínum
og gestum. Stóðu hátíðarhöldin allt árið en náðu há-
marki dagana 4. - 6. júlí þegar humarhátíð, forsetaheim-
sókn og vinabæjamót settu svip sinn á dagskrána.
Byggðin á Höfn hefur verið í sókn fyrsta árhundraðið
og enn stefna íbúar þar ótrauðir að nýjum og háleitum
markmiðum. Hér á eftir verður saga byggðar á Höfn í
hundrað ár rakin í annálsformi og síðan lítillega sagt frá
hátíðarhöldum afmælisársins.
Forsaga
Aðdraganda byggðar á Höfn má rekja til kaupstaðar-
ins á Papósi í Lóni sem var fyrsti löggilti verslunarstað-
urinn í Austur-Skaftafellssýslu. Verslun hófst á Papósi
árið 1861 og stóð til 1897 að verslunarhúsin voru flutt til
Hafnar.
Hornafjarðarós öðlaðist löggildingu sem verslunar-
staður nokkru síðar en Papós, eða árið 1880, og þá fóru
kaupskip að hafa viðkomu þar. Um svipað leyti hófst
árabátaútgerð við Hornafjarðarós eftir langt hlé og
strandferðaskip tóku upp reglubundnar siglingar þangað.
Varð samkeppni við verslunina á Papósi fljótlega nokk-
ur, meðal annars frá Kaupfélagi Austur-Skaftafellssýslu
sem rak verslun á Homafirði á árunum 1895-1896.
Brautryðjendur
Búseta hófst á Höfn árið 1897 þegar Otto Tulinius
4