Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Síða 12
AFMÆLI Mikill mannfjöldi var viö formlega setningu hátíöarhaldanna á Hóteltúni. Hér sést hluti gestanna. íslands. Sama ár var Kvenfélagið Tíbrá stofnað, fyrsta verkalýðsfélagið 1929 og einnig Ræktunarfélag Hafnar- kauptúns sem beitti sér fyrir umfangsmikilli tún- og garðrækt í landi Hafnarness sem Hafnarkauptún hafði fengið til umráða að rniklu leyti. Nýræktin varð mikil- vægur þáttur í áframhaldandi búsetuþróun á staðnum. Þegar Bretar hemámu ísland árið 1940 komu þeir og síðar Bandaríkjamenn sér upp bækistöð á Höfn, Homi og Suðurfjörum þar sem meðal annars var flugvöllur. Utflutningur á ísfiski hófst á stríðsárunum og var fiskur- inn seldur háu verði í Bretlandi. Byggöarlagið eflist Árið 1946 var Hafnarhreppur stofnaður út úr Nesja- hreppi. íbúar á Höfn vom þá liðlega 300. Vélbátaútgerð Austfirðinga frá Homafirði dróst nú saman og var úr sögunni innan fárra ára. Útgerðarfélagið Borgey hf. var stofnað á upphafsári sveitarfélagsins og er í dag um- svifamesti atvinnurekandi á staðnum. Umfangsmiklar hafnarframkvæmdir hófust meðal annars með því að sandi var dælt upp úr höfninni í fyrsta skipti árið 1948. Ný innsigling var gerð sunnan við Álaugarey og Krossey 1953. Árið 1951 var Fiskiðjan hf. stofnuð og lét fyrirtækið reisa fiskimjölsverksmiðju og lifrarbræðslu á Heppu. Fljótlega eftir það hófst hraðfrysting á vegum kaupfé- lagsins og sfld var söltuð í fyrsta skipti. Kaupfélagið yf- irtók rekstur Fiskiðjunnar 1954 og varð leiðandi fyrir- tæki á sviði fiskvinnslu næstu fjóra áratugi. Netaveiðar urðu almennar og atvinnulíf efldist á ýmsan hátt en smá- búskapur í Hafnarkauptúni dróst saman. Árið 1956 var vatnsleiðsla lögð til Hafnar. Um svipað leyti urðu humarveiðar almennar og sköpuðu mikla at- vinnu yfir sumarmánuðina. Hafnarkirkja var vígð 1966 en áður höfðu guðsþjón- ustur verið haldnar í skólahúsinu og víðar. Sama ár var Norrænir gestir frá vinabæjum Hornafjarðar settu svip sinn á hátiöisdagana. Hér standa dansarar frá Samso í litríkum búning- um tilbúnir aö stíga fjörugan þjóödans. Hótel Höfn tekið í notkun. Hafnarbúar fengu rafmagn frá Smyrlabjargaárvirkjun í Suðursveit 1969 og 1970 tók Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar hf. í notkun fiski- mjölsverksmiðju í Óslandi. Fyrirtækið hóf sfldarsöltun á Leiðarhöfða og Höfn varð fljótlega ein aðalsöltunarhöfn landsins. Upp úr 1970 var mikill uppgangur á Höfn og má nefna til marks um það að árið 1973 voru 90 einbýlishús og íbúðir í smíðum á staðnum. Frysting hófst í nýju frysti- húsi kaupfélagsins 1974, sama ár og vegasamband komst á á Skeiðarársandi og hringvegurinn varð að veru- leika. Samgöngur milli Hafnar og Reykjavíkur stórbötn- uðu við það og ferðamannastraumur jókst. Árið 1977 var stofnað embætti sýslumanns í Austur-Skaftafellssýslu með aðsetur á Höfn. Síðustu tvo áratugi hefur byggðarlagið verið að taka á sig mynd nútímalegs samfélags, með fjölbreytta atvinnu, þjónustu og menntun í boði. Hornafjöröur í sókn Þann 12. júní 1994 varð sameining þriggja sveitarfé- laga við Homafjörð að veruleika, Hafnar, Mýrahrepps og Nesjahrepps. Sveitarfélaginu var valið nafn sem hefur verið einkennisnafn héraðsins, Homafjörður eða Homa- fjarðarbær eins og lögin kveða á um. Sveitarfélögin þrjú stóðu á gömlum merg en yngst var Höfn sem stofnað var sem sérstakt sveitarfélag út úr Nesjahreppi árið 1946 eins og fyrr sagði og hlaut bæjar- réttindi árið 1988. Nú búa á Höfn um 1.800 manns og tæplega 2.200 í sveitarfélaginu öllu. Hinn 29. nóvember sl. var síðan samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjómm í sýslunni að sameina þau í eitt frá upphafi næsta kjörtímabils sveitarstjórna. Þetta eru, auk Homafjarðarbæjar, Hofshreppur, Borgarhafnarhreppur og Bæjarhreppur. Ibúatala hins nýja sveitarfélags verður tæplega 2.500. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.