Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Page 17
SKIPULAGSMÁL
Framtíðarskipulag miðhálendis íslands
Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Erindi um orkuvinnslu í ljósi skipulagstillögu að miðhálendinu flutt á ráðstefnu
á vegum Félags skipulagsfræðinga og Verkfræðistofnunar Háskóla íslands í
Háskólabíói laugardaginn 20. september 1997
1. Inngangur
Eins og flestir vita er Island
ákaflega vel sett samanborið við
aðrar þjóðir hvað varðar mögu-
leika til orkuvinnslu úr endur-
nýjanlegum orkulindum sem eru
einkum vatnsaflið og jarðhitinn.
Miðbik landsins er hálent og
lægðimar sem ganga yfir landið
flytja með sér mikla úrkomu
sem síðan rennur af landinu og
þar sem vatnið fellur fram af há-
lendisbrúninni skapast afar hag-
stæð skilyrði til virkjunar vatns-
aflsins. Af þessum sökum eru
því flestir hagstæðustu vatnsafls-
virkjunarkostir landsmanna á því
svæði sem tillagan að fram-
tíðarskipulagi landnýtingar á
miðhálendi íslands nær til. Nú-
verandi áætlanir um vatnsafls-
virkjanir á Islandi gera því ráð
fyrir að um 75% af nýtanlegri
vatnsorku landsins verði virkjuð
innan skipulagssvæðisins.
Island situr klofvega á mótum Ameríku- og Evrópu-
jarðflekanna sem toga hvor í sína áttina með þeim af-
leiðingum að mikil eldvirkni á sér stað á flekamótunum
sem ganga eftir Reykjanesskaganum og austur og upp
gegnum miðhálendið og mynda á leið sinni yftr landið
allmörg virkjanleg háhitasvæði. Þau háhitasvæði sem
menn hafa áætlað að nýta mætti til raforkuvinnslu liggja
því mörg innan skipulagssvæðis miðhálendisins og er
áætlað að raforkuvinnsla á þessum svæðum geti numið
allt að 25% af því sem talið er virkjanlegt af jarðhita til
raforkuframleiðslu á Islandi.
Af öllu þessu má því sjá að það er mikið í húft fyrir
þessa þjóð að vel takist til með skynsamlega landnýt-
ingu á miðhálendinu hvað varðar möguleika hennar til
að nýta hinar verðmætu hreinu
orkulindir sem landið býr yfir.
Landsvirkjun hefur við ýmis
tækifæri ítrekað vakið athygli á
gagnsemi þess að koma upp yf-
irliti sem sýndi virkjunarkosti í
vatnsafli sem áætlað er að megi
virkja hér á landi í framtíðinni
og þeir greindir með tilliti til
fjárhagslegrar hagkvæmni og
verndargildis þess landsvæðis
sem virkjanimar hafa áhrif á.
Þessi vinna er nú hafin undir
forystu Orkustofnunar fyrir
hönd stjórnvalda þar sem
grunnrannsóknir á þessu sviði
falla undir verksvið hennar og
hefur Orkustofnun samráð og
samvinnu við Landsvirkjun og
önnur orkufyrirtæki landsins
um þetta verkefni.
Ætlunin hefur verið að þetta
mat megi síðan nota til stýring-
ar á því í hvaða röð virkjunar-
kostimir verði nýttir þannig að fremst í röðinni verði að
öðm jöfnu þeir kostir sem em fjárhagslega hagkvæmast-
ir og hafa minnst náttúruvemdargildi.
Augljóst er að þetta verkefni er brýnt og ber að leggja
sérstaka áherslu á að því verði lokið sem fyrst. Allmargir
af þeim virkjunarkostum vatnsafls hér á landi, sem til em
hugmyndir um, hafa verið rannsakaðir að nokkru marki
og em þeir framtíðarvirkjunarkostir sem Landsvirkjun
hefur einkum haft til umfjöllunar að undanfömu lengst
komnir í þeim efnum. Þetta er eðlilegt þar sem þessir
kostir eru helst taldir koma til álita til að fullnægja vax-
andi raforkuþörf í náinni framtíð. Þótt meirihluti þeirra
virkjunarhugmynda sem fram hafa komið teljist vera
kominn á það rannsóknarstig að hægt sé að greina þær í
flokka hvað varðar fjárhagslega hagkvæmni og náttúru-