Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 18
SKIPULAGSMÁL vemdargildi eru enn allt of margar á því rannsóknarstigi að þetta er ekki unnt að gera með viðunandi nákvæmni og því verður að ráða hér bót á með sérstöku átaki. Eins og áður sagði er verkið þegar hafið en stjómvöld verða að sjá til þess að fjárveitingar til rannsókna dugi til myndarlegs átaks í þessum efnum á allra næstu ámm. Svipuðum tökum og hér hefur verið lýst þyrfti einnig að taka nýtingu jarðhitans en því miður era rannsóknir á þeim þætti komnar mun styttra en rannsóknir á vatnsafl- inu og einnig eru slíkar rannsóknir mjög kostnaðarsam- ar. Því má búast við að enn líði drjúgur tími áður en hægt verði að gera sams konar yfirlit yfir kostina í virkj- un jarðhitans eins og nú er verið að vinna að fyrir vatns- aflið. Stefán Thors hefur í grein í 4. tbl. Sveitarstjómarmála í ár gert ágæta grein fyrir tildrögum að skipulagi miðhá- lendisins og Trausti Valsson hefur á öðram vettvangi, m.a. í erindi á ráðstefnunni 20. september sl., rakið á at- hyglisverðan hátt hvernig stefnumótun stjórnvalda í orkumálum, samgöngumálum, ferðamálum, náttúru- vemdarmálum og öðram þeim málum sem varða land- nýtingu er nauðsynlegur undanfari skipulagsvinnunnar. Áður en ég sný mér að athugasemdum Landsvirkjunar um fyrirliggjandi skipulagstillögu langar mig að lýsa stuttlega þeim virkjunarhugmyndum á miðhálendinu sem hafa verið til athugunar nú um nokkurt skeið. Mun ég þá einnig gera grein fyrir hugsanlegri þróun í orkueft- irspum á gildistíma skipulagsins og áhrifum tillögunnar á virkjunaráform og möguleika okkar Islendinga að nýta okkur aflið sem býr í okkar dýrmætu orkulindum. 2. Áætlanir Landsvirkjunar og Orku- stofnunar um virkjanir á mióhálendinu Á 1. mynd má sjá þær vatnsaflsvirkjanir á miðhálend- inu sem áætlanir era til um. Á myndinni sjást þær virkj- anir sem þegar hafa verið byggðar, þ.e.a.s. Sigalda, Hrauneyjafoss, Sultartangi og Blanda. Kvíslaveitan og Hágöngumiðlun era í byggingu. Það liggur fyrir virkj- unarleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun og segja má að þar hafi framkvæmdir þegar hafist. Þá liggur fyrir samkomulag við hið gamla náttúruverndarráð um Norðlingaöldu- miðlun á þann veg að í hana mætti ráðast að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um að náttúravemdargildi Þjórsár- vera mundi ekki rýma óhæfilega. Virkjanir við Búðar- háls og Vatnsfell era ekki taldar hafa mikil vandamál í för með sér hvað varðar umhverfið en náttúravemdar- gildi flestra annarra virkjunarkosta hefur ekki verið greint með skipulegum hætti. Á 2. mynd má sjá hvar skipulagstillagan leyfir virkj- anir á áranum fram til 2015 og eins og sjá má greinir skipulagið á milli þess sem virkja má til og með árinu 2005 og þess sem virkja má á skipulagstímanum eftir það. Athygli vekur að skipulagið gerir ráð fyrir virkjun í Skjálfandafljóti við Fljótshnjúk en hvorki Landsvirkjun né Orkustofnun hafa gert áætlanir um þá virkjun. Þá má einnig sjá að virkjunarhugmyndum á allmörgum vatna- svæðum er úthýst á skipulagstímabilinu, þar með talinni veitu af svokölluðu Hraunasvæði til Eyjabakkalóns sem virkjunarleyfi er fyrir hendi að hluta til. Þá má nefna að skipulagstillagan gerir ráð fyrir Norðlingaöldumiðlun með lægri lónhæð en gert er í virkjunaráætlunum Lands- virkjunar. Þá er ekki gert ráð fyrir neinni nýtingu háhita- svæðanna á skipulagstímabilinu. Ég kem nánar að þessu síðar þegar athugasemdir Landsvirkjunar við skipulagstillöguna verða raktar, en mun fyrst gera grein fyrir því hvemig menn hafa hugsað sér virkjunarfyrirkomulagið á þeim stöðum sem sýndir era á yfirlitsmyndinni og lýsa hvemig þær virkjunaráætl- anir sem lengst era komnar í undirbúningi era hugsaðar. Á 3. mynd á bls. 15 era sýndar virkjunaráætlanir norð- an Vatnajökuls og má þar sjá að reiknað er með því að virkja Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Brú sýna í hvora lagi niður í Lagarfljót. Vamsvegir verða að mestu jarð- göng og mynduð verða miðlunarlón upp við jökul á Eyjabökkum og við Háls en þessi svæði era nánast einu raunhæfu miðlunarkostir í þessum ám. Jökulsá á Fjöllum mætti síðan virkja í þrepum með því að veita ánni einnig í Lagarfljót um miðlunarlón og jarðgöng. Áætlanir benda til að hér sé um mjög hagkvæma kosti að ræða frá fjárhagslegu sjónarmiði en um vemdargildi þessara fall- vatna stendur nokkur styr, einkum um veituna úr Jökulsá á Fjöllum. Á 4. mynd á bls. 15 er sýnt áætlað virkjunarfyrirkomu- lag á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu ofan Búrfells. Hér er sýnt hvemig menn hugsa sér að mynda lón í Þjórsá við Norðlingaöldu og veita vatninu til Þórisvatns og þar með í gegnum Tungnaárvirkjanimar. Þá era sýndar áætlaðar virkjanir við Búðarháls og Vatnsfell. Þessar hugmyndir era orðnar nokkuð fastmótaðar og eins og áður sagði er reiknað með að náttúruverndarsjónarmið muni ekki raska þessum virkjunarhugmyndum mikið. Ekki er ástæða til að birta hér fleiri myndir af þessu tagi enda varla tímabært þar sem aðrar virkjunarhug- myndir á miðhálendinu era styttra komnar í undirbúningi og verið er að leita hagkvæmustu leiða til virkjunar þar. Ég fjalla ekki frekar um þetta efni en sný mér að því að ræða orkuvinnslumöguleika á miðhálendinu og hugs- anlega þróun raforkumarkaðsins á íslandi. 3. Orkuvinnsla og markaösmál Eins og sýnt er á 5. mynd á bls. 16 er reiknað með að hægt verði að vinna um 28.000 GWh af raforku úr orku- lindunum á miðhálendinu, þar af er áætlað að um 23.000 fáist úr vatnsafli eða um 75% af því vatnsafli sem núver- andi áætlanir gera ráð fyrir að nýta megi hér á landi. Samkvæmt skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að ein- ungis tæp 50% af þessu afli megi nýta á skipulagstíman- um og sé bara litið á það sem eftir er að virkja þá megi aðeins nýta um 37% af því á sama tíma. Ef síðan er vikið að hugsanlegum orkumarkaði sem 1 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.