Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 27
YMISLEGT Móttaka flóttamanna til Isafjarðar Jón A. Tynes, félagsmálastjóri Isafjarðarbœjar Inngangur Ríkisstjórn íslands samþykkti í september 1995 tillögu félagsmála- ráðherra um að ísland tæki á móti 25 flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu. Þegar þessi frétt barst út kom fram í hópi stjómmálamanna á ísafirði sú hugmynd að ísafjarðar- kaupstaður skyldi bjóðast til að taka á móti flóttamönnunum og veita þá þjónustu sem flóttamönnum er veitt í umboði ríkisins. Bæjarstjóri skrif- aði félagsmálaráðherra bréf þann 25. september 1995 þar sem fram kom þessi vilji bæjarfélagsins og ósk um viðræður. I október sama ár var þáverandi formaður flóttamannaráðs, Bragi Guðbrandsson, við störf á ísafirði. í tengslum við komu hans til Isafjarð- ar skipulagði Jón Tynes félagsmála- stjóri heimsóknir hans í þjónustu- stofnanir og fyrirtæki svo hann gæti kynnt sér aðstæður og viðhorf þess- ara aðila til móttöku flóttamanna. Bragi átti þar að auki viðræður við forystumenn bæjarins. Eftir þessa heimsókn skilaði þáverandi formað- ur flóttamannnaráðs skýrslu til fé- lagsmálaráðherra. Þar kom fram að margt mælti með því að Isfirðingar tækju að sér móttöku á flóttamönn- um, hins vegar þyrfti að fjölga leik- skólaplássum og bæta sálfræðiþjón- ustu. Það sem gerist næst er að á vor- dögurn 1996 óskar Berglind Ás- geirsdóttir, nýskipaður formaður flóttamannaráðs, eftir því að skipu- lögð sé heimsókn flóttamannaráðs til Isafjarðar svo að ráðið geti kynnt sér aðstæður og átt viðræður við stjómendur bæjarins. Flóttamanna- ráð heimsótti síðan Isafjörð. Að loknum umræðum við stjómendur bæjarfélagsins kynnti ráðið sér helstu þjónustustofnanir á heilbrigð- is- og félagssviði, skólamál og hús- næði sem í boði var og ræddi við þá aðila sem helst myndu að þessu verkefni koma. Segja má að eftir þessa heimsókn flóttamannaráðs hafi það skýrst að Isfirðingum yrði falið verkefnið. Hófst þá lokaundirbúningur þar sem allt var gert til að tryggja örugga móttöku flóttamanna. Undirbúningur Hinn 8. maí 1996 var stofnaður samstarfshópur félagsþjónustu, heil- brigðisþjónustu og Rauða krossins á Isafirði, sem skyldi stjóma og sam- ræma þá vinnu sem tengdist mót- töku flóttamannanna. Ákveðin verkaskipting var gerð milli aðila og skýrðar línur um ábyrgð hvers aðila. Áður hafði undirbúningur aðallega falist í því að taka saman þá þætti sem þyrftu að vera til staðar og kanna færni þeirra aðila sem að verkefninu kæmu. Húsnæði var fengið, kennsla í íslensku tryggð, heilsugæslan undirbúin, skólar og leikskólar, svo eitthvað sé nefnt. Auk beinna undirbúningsstarfa var verkefnið kynnt bæjarbúum eftir því sem hægt var og reynt að skapa það andrúmsloft í bæjarfélaginu sem var nauðsynlegt til þess að móttaka flótttamannanna gæti heppnast vel. Það síðastnefnda var auðvelt því ljóst var fljótlega að bæjarbúar stóðu heilshugar að baki bæjarstjóm Komiö til ísafjaröar aöfaranótt 28. júií 1996 eftir langt og strangt feröalag. 2 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.