Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Side 29
ÝMISLEGT Auk íslenskukennslu fengu full- orðnir kynningu á réttindum og skyldum þeirra sem búa í íslensku samfélagi. Ýmsir aðilar héldu fræðsluerindi, t.d. lögregla, heilsu- vemdarhjúkrunarfræðingur, félags- ráðgjafi og sálfræðingur. Stofnanir og fyrirtæki voru heimsótt og voru flóttamennimir fræddir um þá starf- semi sem þar fór fram. Heilbrigðisskoðanir gengu vel og var lítið um sjúkdóma utan þess sem búist hafði verið við. Tann- heilsa þeirra var hins vegar afar slæm. Þörf á sálfræði og geðlæknis- þjónustu reyndist lítil. Lítið þurfti að leita til sérfræðinga utan þeirra sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Ekki reyndist þörf á inn- lögn á sjúkrahús. Félagsráðgjöf var þannig fram- kvæmd að reglulegir fundir voru með hópnum þar sem almennum spumingum var svarað. Jafnframt var rætt við hjónin sér þar sem fjall- að var um mál þeirra og þeim leið- beint og þau aðstoðuð. í gmnnskólanum var sett upp sér- stök námsskrá fyrir bömin sem mið- aði að því að auðvelda þeim ís- lenskunámið. Námsefni var keypt og búið til og fenginn kennari sem gat talað móðurmál þeirra. Töluvert bar á óróa og ofbeldi meðal bam- anna í upphafi, en það lagaðist þeg- ar leið á skólaárið. Eitt bamanna er þroskaheft og hefur fengið aðstoð Greiningarstöðvar ríkisins og Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra. Það bam fær nú liðveislu frá sveitarfé- laginu auk sértækrar aðstoðar í skól- anum. Almennt gengur bömunum vel í skólanum. Tekin var upp sú nýjung í íslensku skólastarfi að móðurmálskennsla var tekin upp í stundaskrá barnanna í skólanum. Lögð er áhersla á tvítyngi og hversu móðurmálskennslan auðveldar þeim skilning á íslensku tungutaki. Mjög fljótlega komu fram óskir um að fara að vinna, mun fyrr en undirbúningsaðilar reiknuðu með. Það gekk mjög greiðlega að útvega fólki vinnu þegar það óskaði þess. Störf voru fundin í stál- iðnaði, byggingar- iðnaði, þjónustu- stofnunum og fisk- iðnaði. Flestir eru starfandi hjá sama aðila og þeir hófu störf hjá fyrir u.þ.b. ári. Fjárhagsaðstoð var þannig fram- kvæmd að skipt var upphæð, sem fjöl- skyldunni var ætluð, milli hjónanna og lagt inn á banka- reikninga þeirra. Dregið var úr fjár- hagsaðstoð til flótta- mannanna í sam- ræmi við reglur flóttamannaráðs. Fyrsta fjölskyldan Myndlrnar meö Svelnbjörnsson. sem festl kaup á elgln húsnæöl á Isafiröl. greininnl tók Bæjarlns Besta/Halldór Þegar leið á árið komu upp vandamál vegna þess að hópurinn bjó allur í sama stigahúsi. Það kallaði á að flýta úrlausnum í húsnæðismálum til framtíðar. Nú eru allir að undan- skilinni einni fjölskyldu fluttir í eig- ið húsnæði, flestir í íbúðir í félags- lega húsnæðiskerfmu. í heildina séð verður elcki annað sagt en að vel hafi tekist með að hjálpa flóttamönnunum að aðlagast ísfirsku samfélagi. Það er að vísu munur milli einstaklinga. Stýrihóp- urinn tók jafnharðan á þeim vanda- málum sem upp komu. Þau vanda- mál voru aldrei stórvægileg og reyndist auðvelt að greiða úr þeim. Lokaoró Skipulag verkefnisins á þann hátt að fela sveitarfélagi og Rauða krossinum að vinna saman er gott. Samstarfið á Isafirði var gott en ekki alveg hnökralaust. Samskiptin við félagsmálaráðuneytið voru mjög góð og greinilegt að ráðherra var mjög annt um að verkefnið gengi sem best. Móttaka flóttamanna með þessum hætti var ný hér á landi og því um visst brautryðjendastarf að ræða. Reynslan á Isafirði kemur fram í gerð reglna sem flóttamannaráð hef- ur gert vegna móttöku flóttamanna. Reynslan hefur líka skilað sér til Hornafjarðarbæjar sem nú fetar í fótspor ísafjarðarbæjar. Þeir sem komu sem flóttamenn til ísafjarðar fyrir rúmu ári eru íbúar í ísafjarðarbæ. Þeir skera sig ekkert úr fjöldanum. Þeir bera höfuðið hátt inn í framtíðina og Isafjarðarbær er ríkari af mannlífi en áður. 23

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.