Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 31
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Skipurit sameinaös sveitarfélags Bæjarstjórn Stefnumótun og ákvaröanataka Bæjarstjóri 1 Z Fjármála- og stjórnsýslusviö Fjármál, stjórnsýsla og dagleg framkvæmdastjórn Bæjarritari Félagsmála- svlö Félagsþjónusta Félagsmálastjóri Fræöslu- og menningarmálasviö Fræöslu-, æskulýös-, íþrótta- og menningarmál Skóla- og menningarfulltr. Umhverfismála- sviö Skipulags-, byggingar- og umhverfismál Bæjartæknifræöingur Hafnarmála- sviö Framkvæmdarstjórn hafnarinnar Hafnarstjóri Tiliaga undirbúningsráös atkvæöagreiöslunnar um skipurit sameinaös sveitarfélags. sveitarfélaganna á ýmsum sviðum. Samstarfs- og sameiningamefndin fór yfir greinargerð ráðgjafarfyrirtækisins og tók afstöðu til einstakra til- lagna sem þar komu fram. Margar tillögur voru sam- þykktar, enda höfðu þær lengi verið ræddar ítarlega, en fáeinum tillögum var hafnað. Nefndin ákvað síðan að leggja til við sveitarstjórnirnar að þær samþykktu að efnt yrði til almennrar atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélagnna á grundvelli svonefndra áherslupunkta sem skyldu verða uppistaða kynningarefnis sem gefíð yrði út fyrir atkvæðagreiðsluna. Þann 11. september sl. héldu allar sveitarstjómimar fund á sama tíma og samþykktu tillögur nefndarinnar. Fólu þær m.a. í sér að boðað yrði til almennrar atkvæða- greiðslu um sameininguna þann 15. nóvember og kosið yrði sérstakt undirbúningsráð hennar. Undirbúningsráð- ið var skipað einum fulltrúa frá hverri sveitarstjóm og var því ætlað að hafa yfimmsjón með kynningarstarfi fyrir atkvæðagreiðsluna. Eftirtaldir voru kjömir til setu í ráðinu: Smári Geirsson frá Neskaupstað, Sigurður Hólm Freysson frá Eskifirði og Þorvaldur Aðalsteinsson frá Reyðarfirði. Framkvæmdastjómm sveitarfélaganna var falið að starfa með undirbúningsráðinu og sóttu þeir nær alla formlega fundi þess og áttu aðild að helstu ákvörð- unum. Störf undirbúningsráósins Undirbúningsráðið byggði kynningarstarf sitt á áður- nefndum áherslupunktum sem samstarfs- og sameining- amefndin hafði skilað af sér til sveitarstjómanna. Skulu hér taldir upp helstu áherslupunktamir en hlutverk þeirra var í reynd að draga upp útlínu að skipulagi í nýju sam- einuðu sveitarfélagi: • A fyrsta kjörtímabili sætu ellefu menn í sveitarstjóm, en níu að fyrsta kjörtímabilinu loknu. • í sveitarfélaginu myndu starfa fimm meginnefndir sem hefðu víðtækt starfssvið. Samræmi yrði á milli nefndakerfisins og stjómkerfis sveitarfélagsins, sem einnig yrði skipt upp í fimm svið. • Þjónusta bæjarskrifstofu yrði á öllum þéttbýlisstöðun- um þremur. • Fyrirkomulag gmnnskóla yrði að mestu óbreytt, þ.e. 1 -10. bekkur á öllum þéttbýlisstöðunum. • Þjónusta leikskóla yrði á öllum þéttbýlisstöðunum. • A sviði samgöngumála yrði lögð áhersla á vegabætur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og ný jarðgöng á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. • Möguleikar á áætlunarferðum milli þéttbýlisstaðanna yrðu kannaðir. • Hafnarsjóður sameinaðs sveitarfélags yrði á meðal þeirra fimm öflugustu á landinu. • Lögð yrði áhersla á spamað sem sameining hefði í för með sér, einkum spamað vegna minni kostnaðar við yfirstjóm. • Bent skyldi á möguleika sem sköpuðust á sviði heil- brigðis- og öldrunarmála. • Ahersla lögð á fjölþættari þjónustu í stærra sveitarfé- lagi. • Fjallað yrði með faglegri hætti um mál í stærra sveit- arfélagi og möguleikar á meiri sérhæfingu væru til staðar. • Skoðanakönnun um val á nafni á nýtt sveitarfélag færi fram samhliða sveitarstjómarkosningum 1998. Núverandi byggðarkjamar myndu halda sínum nöfn- um og því myndi nýtt nafn verða valið á hið nýja sameinaða sveitarfélag. Fyrir utan þessa áherslupunkta sem snertu væntanlegt nýtt sveitarfélag ef sameining yrði samþykkt skyldi und- irbúningsráðið tilfæra almenn rök fyrir því að nauðsyn- legt væri að sveitarfélögum fækkaði og þau yrðu stærri einingar. í þessu sambandi lagði undirbúningsráðið helst áherslu á eftirfarandi: • Sífellt em gerðar meiri kröfur um að sveitarfélög veiti íbúunum aukna og fjölbreyttari faglega þjónustu. Stór sveitarfélög eiga auðveldara með að mæta slíkum 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.