Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Blaðsíða 32
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Peningaleg staða sveitarfélaganna 1996 (Sveitarsjóðir og stofnanir þeirra) Þús. kr. 150.000 100.000 50.000 0 -50.000 -100.000 -150.000 Neskaupstaður Eskifjörður Reyöarfjörður Samtals Sameinað kröfum. • Mikilvægt er að sveitarfélög hafi sterka stöðu gagn- vart ríkisvaldinu vegna þeirrar þjónustu sem rikið veitir og þeirra verkefna sem ríki og sveitarfélög sinna í sameiningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga auð- veldara með að hafa áhrif innan ríkiskerfisins. • Stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að hafa áhrif á þróun atvinnumála og stuðla að nýjungum á því sviði. • Þróunin er sú að sveitarfélög víða um land eru að sameinast og því fyrr sem sameining á sér stað því betra. Að hika er sama og tapa. Allir þessir framangreindu þættir voru hafðir að leið- arljósi í kynningarstarfi undirbúningsráðsins. Ráðið lagði sérstaka áherslu á að áherslupunktarnir veittu ein- ungis innsýn í hvernig nýtt sveitarfélag gæti verið upp- byggt en það yrði verkefni sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi að útfæra í smáat- riðum einstök atriði hvað skipulag og starfshætti áhrærir. Ohætt er að fullyrða að sú kynning sem undirbúningsráð- ið stóð fyrir var ítarleg. Ráðið gaf út tvo kynningarbæklinga þar sem áherslupunktamir voru teknir til umfjöllunar og upp- lýsingar veittar um einstaka þætti og þá einkum fjárhags- lega stöðu sveitarfélaganna. Einnig tryggði ráðið umfjöllun um sameiningarmálin í héraðs- fréttablöðum sem dreift var inn á hvert heimili í sveitar- félögunum auk þess sem stuðlað var að umfjöllun dag- blaða um hugmyndimar sem lágu að baki sameining- unni. Áhersla var lögð á kynningu og umfjöllun um mál- ið á útvarpsstöðvum, einkum svæðisútvarpi, og leitað samstarfs við sjónvarpsstöðvar um að gera sameining- unni góð skil. Síðast en ekki síst bauð ráðið upp á við- talstíma á öllum þéttbýlisstöðunum ásamt því að fjöl- mennir borgarafundir voru haldnir skömmu fyrir at- kvæðagreiðsluna. I tengslum við kynningarstarfið veitti kynningarfyrir- tækið Menn og málefni ehf. nauðsynlega ráðgjöf og gegndi mikilvægu hlutverki hvað það varðaði að tryggja umfangsmikla umfjöllun stærstu fjölmiðla landsins. Þegar dró að atkvæða- greiðslunni var áhugi íbúa sveitarfélaganna á henni orðinn mikill og sýndi mikil aðsókn að borgarafundunum það með skýrum hætti. Eins og gera mátti ráð fyrir voru skoðanir manna á sameiningunni skiptar og létu andstæðingar samein- ingar svo sannarlega frá sér heyra. Einkum var áberandi hörð andstaða gegn samein- ingu á Eskifirði en Norðfirð- ingar virtust vera hvað sáttastir við sameiningarhugmyndimar. Fyrir atkvæðagreiðsluna töldu sumir fjölmiðlar líklegt að til- laga um sameiningu yrði felld á Eskifirði, samþykkt með naumum meirihluta á Reyðar- firði en samþykkt með miklum kr. á ibúa Peningalegar eignir og skuldir á íbúa 1996 (Sveitarsjóðir og stofnanir þeirra) Neskaupstaður Eskifjörður Reyðarfjörður Samtals Sameinað 2 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.