Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1998, Qupperneq 35
ÖRYGGISMÁL Snjóflóðavarnir á Flateyri Gunnar Guðni Tómasson og Flosi Sigurðsson, verkfræðingar á Verkfrœðistoju Sigurðar Thoroddsen hf (VST) Inngangur Nú er að ljúka framkvæmdum við snjóflóðavamir á Flateyri, sem hófust haustið 1996. Eftir tvö mannskæð slys af völdum snjó- flóða á árinu 1995 varð viðhorfs- breyting hvað varðar snjóflóða- hættu í landinu. Loks fengust menn til að horfast í augu við þá staðreynd að áhætta af völdum snjóflóða er víða á Islandi langt yfír þeim mörkum sem ásættanleg geta talist í nútímaþjóðfélagi. Af hálfu stjóm- valda var mörkuð stefna um skipulega uppbyggingu snjóflóðavama og tekjustofnar til þeirra framkvæmda tryggðir. Uppbygging snjóflóðavama á Flateyri er fyrsti áfangi þessa viðamikla verkefnis. Hér á eftir verður und- irbúningi framkvæmdanna lýst út frá sjónarhomi hönn- uða, reifuð sú reynsla sem áunnist hefur og hvað megi helst af þessu læra með tilliti til þeirra verkefna sem á eftir munu fylgja. Forsaga Saga skráðra snjóflóða á Flateyri nær allt aftur til árs- ins 1910'*, eða fljótlega eftir að þéttbýlismyndun hefst á eyrinni. Þessar heimildir em þó því marki brenndar líkt og annars staðar á landinu að allt fram á síðustu ár vom snjóflóð ekki skráð nema þau yllu einhverju tjóni. Og snjóflóð sem ekki veldur tjóni er fljótt að falla í gleymsku, enda líta þau sakleysislega út þrátt fyrir þá ógnarkrafta sem í þeim leynast. Einnig hefur síðari hluti þessarar aldar fram á þennan áratug verið tiltölulega mildur þannig að færri snjóflóð hafa fallið. Þetta, ásamt þeirri staðreynd að á síðustu áratugum hefur byggð víða þanist út í átt til fjalls, olli því að snjóflóðahætta var víða 1) Sk\\ upplýs. frá Svanbjörgu Haraldsdóttur á Veðurstofu íslands, en ný endurskoðuð Snjóflóðasaga Flateyrar mun vœntanlega koma út í vor. Við mat okkar á snjóflóðahœttu á Flateyri og tíðni flóða vegna hönnunar varnar- garðanna náði saga snjóflóða einungis aftur til ársins 1936, en skv. þessum nýju upplýsingum nœr hún til 1910. Þessar nýju upplýsingar hafa styrkt fyrri niðurstöður varðandi tíðni flóða á Flateyri og að varnir miðaðar við hönnun- arflóð okkar standist þœr áhœttukröfur sem krafist er af hálfu stjórnvalda. verulega vanmetin. Menn horfðu eingöngu til þekktra snjóflóða á hverjum stað og gerðu sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í því að byggja hús of nálægt eða jafnvel í miðjum farvegum snjó- flóða. Til þess að ná ásættanlegu öryggi, t.d. sambærilegu því ör- yggi sem við krefjumst í umferð- inni, er nauðsynlegt að varast aftakaflóð, þ.e. flóð sem hugsanlega falla að meðaltali einu sinni á hverjum þúsund árum eða sjaldnar. I stuttri ófullkominni snjóflóðasögu hvers staðar er mjög ólíklegt að slík flóð fyrirfinnist. Á Flateyri háttar þannig til að byggðinni er ógnað af snjóflóðum úr tveimur áttum, þ.e. úr Innra-Bæjargili að norðvestan og Skollahvilft að norðaustan, en bæði þessi gil eru í hópi hættulegustu snjóflóðafarvega landsins. Úr hvoru gili, sérstaklega þó úr Innra-Bæjargili, eru þekkt frá eldri tíð nokkur snjóflóð sem ná alla leið inn í núver- andi byggð. Á árinu 1992 var ráðist í byggingu lítilla vamargarða vegna flóða úr Innra-Bæjargili. Þeir voru hannaðir miðað við þekkt flóð á þeim tíma, auk þess sem gert var ráð fyrir byggingu stoðvirkja á upptakasvæði snjóflóða í gilinu í tengslum við þá. Snjóflóðakeilur ofan byggðarinnar, sem hlaðnar voru á síðasta áratug, voru hins vegar ekki hugsaðar sem vöm fyrir byggðina, held- ur fyrst og fremst til að minnka snjómokstur á veginum inn í þorpið. Vamir vom því alls ófullnægjandi miðað við þær kröfur sem nú em gerðar. Á árinu 1995 féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri. Það fyrra féll úr Innra-Bæjargili þann 18. janúar í sömu snjó- flóðahrinu og snjóflóðið afdrifaríka á Súðavík. Flóðið olli minni háttar tjóni á tveimur húsum, en talið er að litlu vamargarðamir sem til staðar vom hafi átt einhvem þátt í því að það olli ekki meira tjóni. Síðara flóðið, sem féll þann 26. október úr Skollahvilft, er mun stærra en nokkurt annað þekkt snjóflóð á Flateyri og jafnframt með allra stærstu þekktum snjóflóðum á Islandi. I flóð- inu fómst 20 manns, 29 hús skemmdust eða eyðilögðust og áhrif slyssins á samfélagið á Flateyri urðu gífurleg. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.